Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Side 16

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Side 16
Múlaþing fjörunnar þar sem fénu var lógað, og skrokkarnir flegnir og gert að þeim að öðru leyti. Þá tíðkaðist ekki að nota byssur til að aflífa fé, heldur svonefnt svæfingajám, ekki ósvipað mjóu sporjárni að lögun, með hárbeittri egg. Tæki þessu var stungið í háls skepnunnar, milli hnakkabeins og bana- kringlu, svo mænan skarst sundur og dýrið lamaðist. Nú mun tæki þetta löngu aflagt, og vafalaust bannað að nota það, enda óvíst og jafnvel ólíklegt að slík aðgerð valdi meðvitunarleysi, sem var þó tilgangurinn til að firra skepnuna angist, kvölum og dauðastríði. Ekki var amast við því þótt við krakkarnir væram að sniglast í kringum slátrarana meðan þeir voru að störfum. Hinsvegar gætti faðir minn þess, þegar hann lógaði skepnu, að við væram ekki nærri þegar hún var aflífuð. Voram við þá rekin eitthvert þangað sem við sæjum ekki það sem fram fór. En þegar aðrir unnu verkin kom fyrir að við bræður værum látnir halda fótum sláturdýrsins meðan það engdist í dauðateygjunum, eða hræra í blóðinu meðan því var að blæða út. Það var verk sem vinna þurfti til að verja blóðið storknun, enda söfnuðust treíjar í hrísvöndinn eða hvað annað sem notað var til þessara hluta. Mér er til efs að sú slátrunaraðferð sem nú var lýst hafi verið mannúðlegri en sú sem Arabar og rétttrúaðir Gyðingar viðhafa enn í dag, að bregða hárbeittum hníf á barka ugglausrar skepnunnar og sníða gegnum hálsæðamar í einu bragði. Svo heyrði ég Stefán föðurbróður minn segja, að væri slíkri aflífunaraðferð beitt við sláturdýr, yrðu dauðateygjur engar, enda tæmdist heilinn af blóði á augabragði og skepnan vissi ekki af sér. Kannski er það, þegar öllu er á botninn hvolft, ekki eins grimmdarleg slátrunaraðferð og surnir vilja vera láta og hneykslast stóram á. Því miður verður ekki hjá því komist að ala dýr til að drepa þau síðar, og verður ekki fyrr en mannskepnan er komin á það stig að afla sér lífs- viðurværis án þess að svipta aðrar lifandi verur lífl og hefur til þess vit og vilja. I Jónatanshúsi var amrna losuð við það sem eftir var af tönnum í munni hennar. Af einhverjum ástæðum taldi Guðmundur læknir hentugra að draga þar úr henni geiflumar en á „lækningastofu“ sinni, hafi hún þá einhver verið. Að lokinni aðgerð hvíldist amma í rúmi foreldra minna meðan hún var að jafna sig eftir svæfinguna. Ekki þótti taka því að gera ráðstafanir til að fá henni gervitennur, enda orðin sjötug þegar hér var komið sögu. Man ég ekki eftir henni öðravísi en tannlausri með innfallinn munn, og þannig var hún þau tuttugu ár sem hún átti þá ólifuð. Eina ljósmyndin sem til er af ömrnu er af henni tannlausri. í þessu húsi fæddist foreldrum mínum dóttir í júní 1916, en lifði aðeins fáa daga. Meðan hún hjarði skírði faðir minn hana skemmri skírn og nefndi Soffíu, enda var sáluhjálp barnsins talin vera í húfí. Aður en mamma lagðist á sæng höfðum við bræður verið sendir til dvalar að Gilsárvöllum, til afa og ömmu, og þangað barst okkur fréttin. Ekki löngu síðar fluttist Ijölskyldan öðra sinni þangað og átti þar athvarf til vors 1918. Afi og amma á Gilsárvöllum Dvölin á Gilsárvöllum er mér skýrust í minni þess tíma bernsku minnar sem tengdist Borgarfírði eystra, og ber þar einkum tvennt til, að þetta var síðasti dvalarstaður okkar á Borgarfirði áður en Ijölskyldan fluttist til Reykjavíkur, og ég var kominn svo til vits og ára að athyglin var tekin að beinast út fyrir túngarðinn og jafnvel hreppamörkin. 14
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.