Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Blaðsíða 17
Úr ruslakistunni
Þegar við fluttumst að Gilsárvöllum
haustið 1916 bjuggu móðurforeldrar mínir í
nyrðri hluta Nýjubaðstofu og átti hjá þeim
athvarf blindur hálfbróðir ömmu minnar
samfeðra, Þórður, fimm árum eldri en hún,
og gegndi hann lengstum fjósverkum. Mér
var ætlað vera gamla manninum til aðstoðar
við heytöku, vatnsburð í fjós, flórmokstur
og annað slíkt, en hann styggðist við og
taldi sig einfæran að sinna sínum
skyldustörfum eins og áður. Þórður mun
hafa alið allan sinn aldur á Gilsárvölluum
og orðið snemma blindur. Þegar afi og
amma brugðu búi árið 1923 og fluttust að
Höfn til dóttur sinnar og tengdasonar, höfðu
þau ekki lengur tök á að annast gamla
manninn. Var þá ætlun hreppsnefndar að
setja hann niður á einhvern bæinn sem
sveitarómaga og gustukamann, en hann tók
af henni ómakið og svipti sig lífi áður en til
þess kæmi. Hafði hann þá einn um áttrætt.
Stefán Einarsson taldist vera vinnu-
maður hjá afa og ömmu, en var þó miklu
fremur uppeldissonur þeirra sem þau tóku
að sér barnungan úr stórum bamahópi og
sárri tatækt og ílentist hann hjá þeim. Hann
var rétt innan við tvítugt, fæddur 1899,
þegar Ijölskylda mín fluttist alfarin frá
Gilsárvöllum,
Amma mín var um langt skeið Ijósmóðir
sinnar sveitar, og ósjaldan brá hún á það ráð
þegar hún tók á móti barni á fátæku heimili
að hafa nýburann heim með sér og ala önn
fyrir honum um lengri eða skemmri tíma.
Var hún mjög ástsæl af sveitungum sínum,
og um áratugaskeið eftir að hún hafði aldurs
vegna látið af störfum, og jafnvel löngu
eftir að hún var látin, minntist fjöldi
roskinna Borgfirðinga hennar með hlýhug
sem „ljósu“ sinnar.
Jóni afa mínum man ég eftir sem
hæglátum, óáreitnum gráskegg, fámálugum
og nokkuð dulum í skapi. Heyrt hef ég að
Stefanía Ólafsdóttir Ijósmóðir á Gilsár-
völlum. Eigandi myndar: Ljósmyndasafn
Austurlands.
breyting hafi orðið á skapferli hans eftir að
einkasonur hans, Olafur, drukknaði átján
ára gamall við heyskap í seftjörn í
Tungunum austan Fjarðarár. Sögðu sumir
að hann hefði ekki litið glaðan dag eftir það.
Afi mun hafa verið orðinn heilsutæpur
þegar hér var komið, og sinnti lítið almennu
bústússi, enda farinn að minnka við sig
umsvif frá því sem áður var. Hann var
bókhneigður maður og íhugull, nokkuð
fastheldinn á gamlar venjur og sagður
skáldmæltur. Atti hann kistil þar sem hann
geymdi það sem hann hafði ritað um ævina
í bundnu máli og óbundnu, en innihald þess
kistils var vel varðveitt og í það fengu fáir
að hnýsast. Aður en hann lést hafði hann
bundið fastmælum við konu sína að allt
innihald kistilsins skyldi brennt strax að
honum látnum. Taldi hún sér ekki stætt á að
ganga gegn fyrirmælum hans, þótt ekki hafi
henni verið það sársaukalaust ef að líkum
lætur. Þá minnist ég þess og að afi hafði
meira dálæti á Stefaníu systur minni en
okkur bræðrum og hún var honum
nákomnari en við. Varð hún snemma
15