Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Blaðsíða 29

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Blaðsíða 29
Sjúkraskýlið að Brekku Aðalmenn: Jónas Kristjánsson, héraðslæknir Halldór Benediktsson, Skriðuklaustri Brynjólfur Bergsson, Asi Björgvin Vigfússon, Hallormsstað Varamenn: Sigurður Jónsson, Hrafnsgerði Sigurður Einarsson, Mjóanesi Jón Bergsson, Egilsstöðum Sáu þeir að mestu um skipulag fram- kvæmdanna við sjúkrahúsið, bæði varðandi aðdrætti á efni og vinnutilhögun auk ijármála. Aðföng efnis og framkvæmd Allt efni varð að flytja á hestum því engir vegir fyrir utan hestagötur voru til staðar á þessum árum. Voru aðdrættir bæði seinlegir og erfíðir. Var byggingarefnið í heild áætlað um 380 hestburðir og skiptu bændur í Fellum, Fljótsdal, Skriðdal og á Völlum milli sín fíutningunum og var miðað út frá höfðatölu í hverjum hreppi. Skiptist það þannig að Fljótsdælingar áttu að flytja 105 hestburði, Vallamenn 109, Skriðdælingar og Fellamenn 83 hvor. Voru 120 hestburðir fluttir strax þetta fyrsta sumar 1904. Aðdrættir voru erfiðir því yfir tvo fjallvegi þurfti að fara. Sumt var flutt frá Reyðarfírði og sáu Fljótsdælingar, Fella- menn og Norður-Vallamenn um þann flutning. Einnig var flutt efni frá Seyðisfírði og einhverju var skipað upp við Krosshöfða, höfnina við Fléraðsflóa. Máttu menn koma efininu annað hvort að Brekku eða að Jónstanga gegnt Brekku. Síðan skyldi það ferjað yfír á bátum. Unnið var að kjallaranum yfír sumarið og haustið og vinnan reiknuð í dagsverkum. Var greiðslan fyrir hvert dagsverk kr. 2,50 og fyrir hest með kerru kr. 2,00. Þann 28. desember 1904 var kjallarinn nær fullgerður og voru þá dagsverkin orðin rúmlega 236 miðað við 10 tíma vinnu en hestvinnan um 50 og kostnaðurinn kominn upp í 1.067,06 krónur. Afram var síðan unnið jafnt og þétt eftir því sem vinnuafl fékkst og peningar leyfðu og tók spítalinn til starfa 4. mars árið 1907. Fjáröflun og kostnaður Fyrstu Ijármunir til byggingarinnar voru samskot, sem safnast höfðu frá einstakl- ingum í öllum hreppum læknishéraðsins, gjafafé frá fyrirtækjum, stofnunum og fleirum. Þann 28. maí 1904 var gjafaféð orðið 5.550 krónur og skiptist þannig:1 1. Samskotafé úr öllum hreppum Fljótsdalshéraðs að undanskildum Eiðahreppi, er vantaði samskotahluta úr. 1.900,00 2. Landssjóður 800,00 3. Gránufélagið 200,00 4. Pöntunarfélag Fljótsdalshéraðs 300,00 5. Ur sýslusjóði Suður-Múlasýslu 150,00 6. Úr sýslusjóði Norður-Múlasýslu 200,00 7. Frá stórkaupmanni Th. Thostrup. 500,00 8. Frá stórkaupmanni L. Jöllner 250,00 9. Frá ýmsum mönnum á Seyðisfirði 350,00 10. Frá tombólusjóði Fljótsdælinga 800,00 11. Frá Jökuldalshreppssveitarsjóði 100,00 Samtals kr. 5.550,00 Mikla rausn sýndi einnig Norðmýlingurinn Sigurður Jónsson, búvörusali í Kaup- mannahöfn en hann gaf 2.400 krónur auk þess sem hann hét 300 krónum árlega fyrstu fímm árin sem ganga áttu í rekstur skýlisins. Ennfremur var leitað til ýmissa sjóða um styrki. Má þar nefna Landssjóð, Sýslusjóði Norður- og Suður-Múlasýslna og fleiri. Einnig var reynt að fá kaupmenn til að lækka eða fella niður skuldir. Meira að segja ákvað stjórn sjúkraskýlisins að halda „lotterí“ og átti ágóðinn að fara upp í kaup á tækjum í baðherbergi. Til gamans má geta 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.