Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Page 43

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Page 43
Fornleifar og náttúruminjar í Hálsþorpi við Djúpavog búskapur lagðist þar af eftir andlát Ólafs Stefánssonar sem tók þar við búi af foreldrum sínum 1907 og bjó á jörðinni til dauðadags 1949. Ólafur var rómaður söngmaður með tenórrödd og líktu menn honum heima fyrir við sjálfan Carúsó. Elín, mállaus systir hans, var ráðskona á bænum og hélt í áratug eftir þetta til í Elínarkofa í túnjaðri. Kofinn brann 1959 og varð það Elínu að aldurtila. Sigurður Jóhannsson, faðir Einars Braga rithöfundar, fæddist í Kambshjáleigu 1891. Hjáleigan var fyrrum eign Hálskirkju en síðar ríkiseign uns sveitarfélagið eignaðist jörðina 1973 og er hún nú í eigu Djúpavogshrepps. Ytri rnörk gegnt Búlandsnesi eru rétt innan við túnið á smábýlinu Merki sem nú er í eyði. Skammt utan við mörkin rétt neðan núverandi þjóðvegar heitir Húshraun og utan undir því eru óskráðar tættur sem gætu verið af Ásmundarhúsi, smábýli sem sagt er „...að farið hafi í eyði vegna lítilla landnytja og aflabrests“.16 Stekkahjáleiga (Neðri-Hjáleiga, Stekks- hjáleiga, Klapparhjáleiga?) stóð skammt neðan þjóðvegar upp frá Hjáleiguvík. Hún var talin rýrðarkot en útigangur sæmilegur fýrir fé. Þó voru þar um skeið barnmargar ijölskyldur.17 Býlisins er fyrst getið 1804 í jarðabókum, aflagðist þá um tíma vegna þröngbýlis á Hálsi, en síðan var búið þar til ársins 1923 að hjáleiga þessi fór í eyði. Þrír ábúendur voru um tíma í Stekkahjáleigu á 19. öld og stóð þá einn bærinn niðri undir sjó við Hjáleigulæk og var kallaður Lækjarhús. Síðustu ábúendurnir í Stekkahjáleigu, 1899-1923, voru Sigurður Sigurðsson og Vilborg Gísladóttir sem áður er getið, foreldrar níu bama. I túninu eru Bergsveinstættur, nefndar eftir Bergsveini Skúlasyni síðar bónda í Urðarteigi 1886-1932 en hann var afi Bjarna Þórðarsonar síðar bæjarstjóra og ritstjóra í Neskaupstað. I kirkjugarðinum á Hálsi. Legsteinar á leiði Jóns Þórarinssonar (1842-1909) og konu hans Olafar Finnsdóttur (1865-1957) foreldra Finns málara og Ríkarðs myndhöggvara sem gerði lágmyndirnar. í baksýn mótar fyrir grunni kirkjunnar sem fauk 1892. Ljósmyndari og eigandi: Hjörleifur Gutt- ormsson. Síðasti bœrínn á Hálsi 1931. Ibúðarhúsið sem Jón Stefánsson lét byggja um 1920. Jón var faðir Stefáns fréttamanns, afi Hjörleifs og Kára Stefáns- sona. Ljósmynd úr fórum lngimars Sveinssonar. 41
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.