Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Blaðsíða 43
Fornleifar og náttúruminjar í Hálsþorpi við Djúpavog
búskapur lagðist þar af eftir andlát Ólafs
Stefánssonar sem tók þar við búi af
foreldrum sínum 1907 og bjó á jörðinni til
dauðadags 1949. Ólafur var rómaður
söngmaður með tenórrödd og líktu menn
honum heima fyrir við sjálfan Carúsó. Elín,
mállaus systir hans, var ráðskona á bænum
og hélt í áratug eftir þetta til í Elínarkofa í
túnjaðri. Kofinn brann 1959 og varð það
Elínu að aldurtila. Sigurður Jóhannsson,
faðir Einars Braga rithöfundar, fæddist í
Kambshjáleigu 1891. Hjáleigan var fyrrum
eign Hálskirkju en síðar ríkiseign uns
sveitarfélagið eignaðist jörðina 1973 og er
hún nú í eigu Djúpavogshrepps. Ytri rnörk
gegnt Búlandsnesi eru rétt innan við túnið á
smábýlinu Merki sem nú er í eyði. Skammt
utan við mörkin rétt neðan núverandi
þjóðvegar heitir Húshraun og utan undir því
eru óskráðar tættur sem gætu verið af
Ásmundarhúsi, smábýli sem sagt er „...að
farið hafi í eyði vegna lítilla landnytja og
aflabrests“.16
Stekkahjáleiga (Neðri-Hjáleiga, Stekks-
hjáleiga, Klapparhjáleiga?) stóð skammt
neðan þjóðvegar upp frá Hjáleiguvík. Hún
var talin rýrðarkot en útigangur sæmilegur
fýrir fé. Þó voru þar um skeið barnmargar
ijölskyldur.17 Býlisins er fyrst getið 1804 í
jarðabókum, aflagðist þá um tíma vegna
þröngbýlis á Hálsi, en síðan var búið þar til
ársins 1923 að hjáleiga þessi fór í eyði. Þrír
ábúendur voru um tíma í Stekkahjáleigu á
19. öld og stóð þá einn bærinn niðri undir
sjó við Hjáleigulæk og var kallaður
Lækjarhús. Síðustu ábúendurnir í
Stekkahjáleigu, 1899-1923, voru Sigurður
Sigurðsson og Vilborg Gísladóttir sem áður
er getið, foreldrar níu bama. I túninu eru
Bergsveinstættur, nefndar eftir Bergsveini
Skúlasyni síðar bónda í Urðarteigi
1886-1932 en hann var afi Bjarna
Þórðarsonar síðar bæjarstjóra og ritstjóra í
Neskaupstað.
I kirkjugarðinum á Hálsi. Legsteinar á leiði Jóns
Þórarinssonar (1842-1909) og konu hans Olafar
Finnsdóttur (1865-1957) foreldra Finns málara og
Ríkarðs myndhöggvara sem gerði lágmyndirnar. í
baksýn mótar fyrir grunni kirkjunnar sem fauk
1892. Ljósmyndari og eigandi: Hjörleifur Gutt-
ormsson.
Síðasti bœrínn á Hálsi 1931. Ibúðarhúsið sem Jón
Stefánsson lét byggja um 1920. Jón var faðir
Stefáns fréttamanns, afi Hjörleifs og Kára Stefáns-
sona. Ljósmynd úr fórum lngimars Sveinssonar.
41