Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Page 63

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Page 63
Hólar í Fjarðardal í Mjóafirði Séð út til fjarðarins. Friðheim ber undir Asknes.Myndina tók Guðríður Magnúsdóttir frá Friðheimi í júlí 2006. líka tvö yngstu börn þeirra úr bamaveiki haustið 1862, bæði sögð sveitarómagar: Friðhólm dó 23. september og Rósa daginn eftir. Þorkell lést 10. október 1865, sagður á „hrakningi“ í skrá um látna. Verður nú gerð grein fyrir afdrifum hinna bamanna og upplýsingar sóttar í prestsþjónustubækur viðkomandi sókna. Halldór Þorkelsson, f. 25. mars 1845 í Hvannstóði fór með foreldrunum til Mjóafjarðar og var nokkur ár í Hólum. Um fermingaraldur var hann á Steinsnesi og fluttist þaðan 1863 til Borgarljarðar. Er sagður léttapiltur á Bakka 1866, þá 21 árs. Arið 1872 er hann skráður „flækingur“ og til heimilis á Hofströnd. Hann festist ekki í vistum og varð umrenningur, frábitinn allri vinnu, hafði ýmsa skrítna tilburði í frammi, var afar fínn með sig og fólk henti gaman að honum. Var ætíð nefndur Halldór Hómer. En hann gat gert þeim skömm til sem spottuðu hann. Var ætíð snyrtilegur til fara og flutti ekki kviksögur milli bæja. Guðfinna Þorsteinsdóttir lýsir honum vel í bókinni Völuskjóðu, sem Iðunn gaf út 1945. Hún skrifar um Halldór af samúð án þess að draga undan um sérkennilegt háttalag hans. Sigfús Sigfússon skrifar um hann í 4. bindi þjóðsagnasafns síns og orðar það svo: „Hann var allra manna frómastur, orðheldnastur og trúastur, og laus við alla kerskni, lygi og þvaður, og því alls staðar vel liðinn, ef eigi hefði letin verið“. Talað var að um honum hefði verið skipt í bernsku. Son eignaðist hann sem hét Guðfinnur og bjó á Borgarfirði eystra. Halldór lést árið 1894 á Tjarnarlandi í Hjaltastaðarþinghá og var grafinn á Kirkjubæ í Tungu. Er viðurnefni hans skráð í kirkjubókina og mun slíkt fátítt. EinarÞorkelsson, fæddist í Firði 7. nóv. 1850. Fluttist með foreldrum sínum frá Hólum að Setbergi 1861 og er með þeim á Bakka 1863, sagður sveitarómagi. Var með móður sinni á Bakka allt til 1871. Mæðginin voru svo saman í vinnumennsku 61
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.