Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Side 67
Hólar í Fjarðardal í Mjóafirði
Vorið 1871 fluttust að Hólum hjónin
Ormar (1902) Guðmundsson frá Sauðhaga
á Völlum, 37 ára og Ragnheiður (195)
Bjarnadóttir, 39 ára, frá Blöndugerði í
Tungu, hvar þau bjuggu fyrst. Fluttust að
Ásgeirsstöðum 1867, þaðan að Dalhúsum,
að Þuríðarstöðum 1870 og eftir árið að
Hólum. Bjuggu þar tvö ár. Höfðu eignast
nokkur böm, sem öll dóu ung nema dóttirin
Una, f. 1863. Vorið 1873 fluttust þau að
Asknesi til tveggja ára dvalar, voru eitt ár á
Reykjum en fluttust svo til Norðfjarðar.
Þeim fæddist sonurinn Stefán. Böm þeirra
Una og Stefán eiga marga afkomendur á
Norðfirði og víðar á Austurlandi og hafa
þeir dreifst víðar um landið. Dóttir Stefáns
Ormarssonar var Una Stefanía, sem átti 120
afkomendur, þegar hún lést 25. apríl 1950
(Ættir Austfírðinga, bls. 1501). Enginn var í
Hólum fardagaárið 1873 - 1874.
Vorið 1874 komu að Hólum hjónin
Eirikur (3167) Bjarnason frá Ásgeirs-
stöðum og Sesselja (5519) Jónsdóttir frá
Papey, bæði 43 ára og með þeirn dóttirin
Rósa (3168) 7 ára. Þau komu úr Eiða-
þinghá, líklega frá Þuríðarstöðum. I hand-
ritum Bjama Jónssonar frá Þuríðarstöðum
kemur fram að hann hafi kynnst þeim náið,
að þau hafi verið mjög vel að sér í
þjóðlegum fróðleik og verið miklar
sagnamanneskjur. Mætti ætla að þau hefðu
náð langt við önnur og hagstæðari skilyrði.
Fjölskyldan fluttist til Seyðisfjarðar
1875. Eignuðust þar dótturina Þuríði
(3169). Hún mun hafa átt heima á
Seyðisfirði. Rósa fluttist vestur um haf. Átti
son sem hét Einar og bjó á Seyðisfírði. Lést
1928. (Æ. Au.).
Eftir þetta kom enginn til búsetu í
Hólum. Hús voru rifin og tættur sigu
saman. Smátt og smátt lagðist gróður yfír
þær og lítið ber á þeim nú. Svo kemur
gleymskan og hylur spor fólksins. En
Prestagilsfoss í Suðurfjalli. Myndina tók Guðríður
Magnúsdóttir frá Friðheimi í maí 2006.
Þjóðskjalasafn geymir kirkjubækurnar, sem
vitna um líf þess og störf.
En túnbletturinn kringum rústirnar í
Hólum er ákaflega grasgefínn og var oft
sleginn fram undir það að búskap lauk í
Fjarðarbýlum árið 1956. Síðan hljómar þar
aldalangur niður lækjanna. Hann rofnar þó
við gný frá umferð bíla að sumarlagi á
síðustu áratugum.
Þáttur Stefáns Vilhjálmssonar
Á fyrsta fjórðungi 19. aldar bjó á Kirkjubóli
í Norðfírði Vilhjálmur (12414) Ámason, f.
um 1751. Lést 24. apríl 1824 og presturinn
segir í skrá um látna: „góður bóndi og vel
látinn af öllum“. Vilhjálmur var tvíkvæntur.
Fyrri konan var Ingibjörg (10964)
Gísladóttir frá Hofí í Norðfírði og áttu þau
65