Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Side 73
Ólafia Herborg Jóhannsdóttir
Bjartar vonir og
vonbrigði
„Guð gefi að, ef þetta skip skyldi nú
stranda, að það strandi hér“.
Haft er fyrir satt að þetta hafí dottið
hugsunarlaust upp úr konu nokkurri sem
bjó í Öræfasveit á síðustu öld.
Var hún þá að horfa á skip sigla skammt
undan ströndinni. Stundum rættist slík ósk
því að ströndin við Suðausturlandið er
viðsjál og víða miklar grynningar skammt
frá fengsælum fískimiðum. Siglingaleið lá
norður fyrir Skotland, allt að 62.
breiddargráðu meðan ófriður var milli Breta
og Hollendinga upp úr miðri 16. öld. Til eru
um það heimildir að á versta stað hafí
skollið á óveður og skip hrakið af leið
samanber Het Wapen van Amsterdam sem
strandaði við ósa Skaftár. Mörg þessara
skipa voru hlaðin dýrmætum varningi og
var það fengur fyrir Öræfínga sem liðu
vöruskort öldum saman. Fjöldamörg skip
hefur borið upp á fjörur Suðurlands, nú eru
flest þeirra horfín í sandinn og sjást þeirra
engin merki. Ströndin hefur færst fram og
er íjöruborðið miklu utar en það var. Rétt
fyrir ofan sandrifið við Kvíá í Öræfum sést
ennþá flak botnvörpungsins Clyne Castle,
stendur stefnið upp úr sandinum og snýr að
jökli.
Ef „troIlarinn“ gæti talað hefði hann
örugglega frá mörgu að segja, hann gæti
sagt okkur frá ferð sinni yfir hafið,
strandinu, fögnuði og gleði áhafnarinnar
þegar hún komst heil á húfí í land. Hann
gæti sagt okkur frá draumum mannanna
sem keyptu „trollarann“ á strandstað, gleði
þeirra þegar vel gekk við björgunar-
tilraunirnar og tárum sem ef til vill féllu í
vonbrigðunum yfír því að þetta ævintýri
fékk dapurlegan endi. Hann gæti lýst fyrir
okkur hinni löngu bið eftir því að verða
sandinum að bráð og öllum þeim sem hafa
komið í heimsókn á þeim tíma.
Nú er liðin hartnær ein öld og enn bíður
Clyne Castle, bíður í norðanroki þegar
brimskaflarnir bylja á flakinu, bíður í
brimrótinu sem feykir ölduföldunum langt
yfír flakið. Það skiptast á skin og skúrir,
stundum er sólskin og logn, þá hitar sólin
stefnið sem stendur eitt upp úr. Stundum er
rok og rigning eins og þeir hugdjörfu menn
sem unnu að björguninni urðu vitni að þessi
fímm sumur sem þeir eyddu á sandinum og
í Clyne Castle.
Clyne Castle
Botnvörpungurinn Clyne Castle frá
Grimsby, strandaði þann 17. apríl 1919 á
Bakkafjöru, framundan bænum Kvískerjum
sem er austasti bærinn í Öræfúm, vestan
Breiðamerkursands. Clyne Castle strandaði
71