Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Page 76
Múlaþing
Valdór Bóasson. Eigandi myndar: Ólafía Herborg
Jóhannsdóttir.
nokkra daga, en hún var þá í Reykjavík.
Seinna í bréfinu lýsir Gissur vinnunni við
að grafa frá skipinu og öðrum undirbúningi:
ekki get ég sagtþér hvernig mani ganga
að ná skipinu út. Það er alveg upp á kampi.
Nú erum við búnir að grafa í 4 daga og
erum komnir 10 fet niður í sandinn, að
annarri hliðinni en þurfum að grafa 14 fet
og geri ég ráð fyrir því að það verði eins
erfitt að grafa þessi 4ur fet sem eftir eru
eins og þau 10 sem búin eru og er það
vegna vatns sem fleytir sandinum að. Við
notum trollspilið til að moka svo erfiðið er
ekki mikið hjá okkur. Við erum allir
vongóðir að okkur takist að ná skipinu út.
Skipið er stórt og vandað og því mikils virði
efþað nœst“.*
En þessi von reyndist ekki eiga eftir að
rætast því ótal ófyrirséð atvik áttu eftir að
valda eigendum erfiðleikum, sér í lagi átti
greiðvikni eftir að valda Valdóri ómældu
tjóni.
Eins og getið er um í bréfí Gissurar til
konu sinnar saknaði hann ijölskyldunnar og
fór því að huga að heimferð. Til þeirrar
farar lánaði Valdór honum bát sinn Jenný,
með áhöfn, og var meiningin að Jenný
sigldi með hann vestur á Síðufjörur en
Valdór var sjálfur ekki með í þeirri ferð.
Jennýjarsaga
Þegar komið var upp á Síðuijörur var
nokkur brimsúgur við landið og töldu
bátverjar hið mesta óráð að lenda við þær
aðstæður. Var það því ákveðið að Gissur
tæki lítinn árabát (jullu) sem dreginn hafði
verið með Jenný og færi einn á honum í
land. Þær lyktir urðu á þeirri ferð að Gissur
náði landi heill á húfi og komst til byggða
og hélt þaðan til Reykjavíkur í faðm
tjölskyldu sinnar. Jenný hélt áleiðis austur
með ströndinni að strandstað Clyne Castle
en sú sjóferð tók þá óvænta stefnu. Það er
að segja frá ferð Jennýjar að veður versnaði
og útlit varð ekki gott fyrir bát af þeirri
stærð en Jenný var einungis um 8 tonn.
Endalokin urðu þau, að á leið þeirra varð
breskur togari sem tók áhöfnina urn borð og
fór hún með togaranum til Englands.
Sögum ber ekki saman um hvort mennimir
fóm um borð til að fá sér hressingu og fóm
óvart með eða hvort togarinn bjargaði þeim
úr sjávarháska. Ein útgáfan greinir frá því
að togarinn hafi siglt fram á bátinn í
vonskuveðri og Jenný verið við það að
sökkva eða skipstjóranum hafi ekki litist á
að þessir menn kæmust heilir á húfi til lands
í sortanum og tekið þá um borð. Önnur
útgáfa er sú að þeir hafi verið neyddir um
borð í togarann og ekki átt annarra kosta völ
en að fara með. Jóhann Valdórsson,
(20.2.1920- 25.10.2000), bóndi á Þrándar-
stöðum í Eiðaþinghá, yngsti sonur Valdórs
sagðist hafa heyrt þá útgáfu og hafði það
eftir föður sínum að þeim hafí ekki verið
74