Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Blaðsíða 77

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Blaðsíða 77
Bjartar vonir og vonbrigði nein hætta búin. Sönnunarmerki um að frásögn Jóhanns eigi við rök að styðjast er sú að þegar Jenný fannst, reyndist hún nær óskemmd með öllu eftir að hafa strandað á Fossfjörum Heimildum ber ekki saman um hversu langur tími leið þar til fréttist af bátsverjum af Jennýju og afdrifum hennar. Mannanna hafði verið minnst við messu á Reyðarfirði en ekki var þá vitað betur en þeir hefðu farist með bátnum. í bók sinni Saga Reyðaríjarðar í kaflanum um Jennýju SU- 327 nefnir Guðmundur Magnússon þessa messu og telur hann að rúmur mánuður hafi liðið þar til fréttist um afdrif mannanna: „Auðvitað voru þeir taldir af, því að það heyrðist ekkert frá þeim í rúman mánuð, þrátt fyrir loftskeyta-og símasamband milli þjóðanna og verður það að teljast með ólíkindum. Presturinn á Reyðarfirði minnist þessara manna við almenna messu skömmu áður en sannleikurinn kom í Ijós, svo vonlaust þótti, að þeir vœru lífs. Þeim mun meiri mun fögnuðurinn hafa orðið meðal ástvinanna, þegar þeir loksins birtust heilir á húfi“.n Jón Amason frá Hrúteyri í Reyðarfirði var formaður á Jennýju en ekki er vitað um nöfn annarra skipverja. Þann 4. janúar 1920 er Jón Amason viðstaddur skím sonar síns Jóns, samkv. kirkjubókum Hólmasóknar, ásamt konu sinni Ragnheiði Sölvadóttur og Valdóri Bóassyni sem var skírnarvottur. Þegar bátsverjar af Jenný komu frá Englandi til Reykjavíkur voru þeir yfirheyrðir. Lýstu þeir því yfir að stýrishúsið hefði fyrst brotnað af bátnum, báturinn laskast allmikið og síðast sokkið, en sjálfir hefðu þeir komist á strengjum upp í togarann áður en Jenný sökk. I skýrslu sem fylgdi mönnunum frá Englandi er lýsing á veðrinu þegar skipshöfnin var tekinn á strengjum yfir í togarann. Þar kemur fram að veðurhæð hafi ekki verið mikil, aðeins fjögur vindstig, en loflt alskýjað með dimmum slydduéljum og sjór þungur. Niðurstaða skipsstjórans hafði því orðið sú að full ástæða þótti fyrir áhöfnina að yfirgefa bát með takmarkaðar olíubirgðir í rytjuveðri undir langa haustnótt fyrir opinni suðurströndinni. Páll Elísson, Gimli Reyðarfirði, dóttursonur Valdórs og bróður- sonur Jóns formanns hefur eftir föður sínum Elís Árnasyni (f. 20.03.1902-29.04.1987): „Að vélbáturinn haf gengið illa vegna óhreininda í vélarolíu og verið við það að reka upp á sandana 13 Kraftaverk, hugrekki og trú Það er að segja af Jennýju að hana rak upp á Fossíjöru á Síðu og lá þar í strandi til næsta vors, 1920 samkv. frásögn Guðjóns Símonarsonar í bók Olafs Hauks Símonar- sonar „ Stormur strýkur vanga Þar segir að um vorið hafi Valdór farið ásamt Gissuri að athuga hvort báturinn væri sjófær og sýndist hann í fijótu bragði vera svo en það þurfti að moka mikið frá honum. Minnist Guðjón þess þegar Valdór kemur suður á Hornaíjörð að sækja Jennýju: ,, Einn sunnudagsmorgun síðast í apríl þegar ég var á Hornafrði kom Valdór að austan með Drífu. Var allmikill asi á honum. Bað hann mig að setja sig á báti yfir Hornafjarðarfljót. Eg spurði hvað vceri um að vera. Hann sagði mér þá að fyrir tveim dögum hafi sýslumanni á Eskifirði borist bréf þess efnis að bátur með umdœmismerkjunum SU-327 sé, og hafii verið líklega síöan um haustið, á Meðallandsfiöru og verpist óðum sandi. Þar er Jenný mín komin og ég ætla að sækja hana á sandinn “.3 Valdór og Gissur Filippusson sem var í för með honum, hófust strax handa við að 75
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.