Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Síða 82

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Síða 82
Múlaþing Reyðarfirði 22.des. 1922 Mjer datt í hug að skrifa yður og er það merkilegt að jeg skuli skrifa yður þannig lagað skjal. En margt er undarlegt í heiminum. Þetta bréf skrifa jeg meira að gamni mínu, en að jeg ætlist til að þjer verðið við bón minn. Þannig er mál með vexti, að jeg er nú sem stendur illa staddur. Jeg get ekki staðið í skilum, þykir mjer slæmt að standa sem svikari við loforð mín. Jeg skrifa öllum sem jeg skulda og bið þá um uppgjöf að því leyti að jeg borga einhvern hluta skuldarinnar. Jeg treysti því að þeir hafí þann mannkærleika til að bera að þetta gangi. Annars býð ég þeim að láta selja allt. Jeg vil það heldur en að lofa og þurfa að svíkja. Heldur vil jeg standa snauður með minn hóp, en að telja mönnum trú um að jeg geti borgað. Allt er betra en að fara með ósannindi. Mannorð mitt met jeg mest í lífinu. Að vísu rýrnar það við þetta en jeg vona fastlega að guð gefí að jeg nái því aftur. Jeg segi sannleikann og leyni engu, svo er hver sjálfráður hvort hann trúir svona manni. Ef guð gæfí að þjer yrðuð við bón minni, þá er það gjört af kærleika, og öll kærleiksverk eru endurgoldin af guði, það er hann sem lánar allt og uppvekur hjarta manns til góðs. Allir þurfa að svara fyrir gerðir sínar, þess vegna vil jeg ekki lofa og svíkja. í fyrra lofaði jeg því, að ef og guð og lukkan yrði með mjer, þá skyldi jeg borga, en nú get ég ekkert borgað. Er því ekki til neins að vera að lofa lengur og svíkja. Læt jeg því forsjónina ráða hvernig þetta lyktar. Jeg bið alla hins sama og verð að reyna mannkærleika þeirrra. Jeg bið guð að gefa mjer þrek og krafta til að standa í skilum og veit það fyrir víst að hann bænheyrir mig. Þjer eruð vottur að orðum mínum. Jeg hef ætíð sagt að við næðum út trollaranum og mjer fínnst jeg hafi fullt leyfi til að segja að það leit svartara út með að við næðum út mótorbátnum mínum, sem lenti upp á sandana. En hvað kom fram, við náðum út bátnum, og eins náum við trollaranum út. Nú eru kringumstæður mínar mjög slæmar og get ég sagt að nú í surnar hefí jeg ekki haft ráð á 10 kr. En jeg ber það traust til guðs að hann gefi mjer líf og heilsu svo að jeg geti staðið í skilum. Þetta er kanski álitið grobb, en það er mín trú og sannfæring að guð bænheyri mig. Hversu fíjótt er oft að verða kalt og snautt, og fljótt að birti upp hin dimmustu jel. Það er guð sem ræður við verðum að vera þar sem við erum settir. Þjer fyrirgefið þó að jeg skrifi yður. Jeg get ekki ætlast til að þjer verðið við bón minni, og þó að þjer gætuð það, þá er til of mikils mælst af mjer. Ef að þjer gjörið þetta, þá er það óverðskuldað kærleiksverk. Jeg vona að þjer misvirðið ekki, þó að jeg biðji yður að lesa þetta bréf tvisvar og athuga það. Þetta verður að vera hjálpsemi sprottin af tómum kærleika, en ekki í því skyni að græða á því, þá er betra að láta vera, því eins jeg tók áður fram, þá er þetta ef til vill tapað fje, þó jeg treysti því fastlega að svo verði eigi. Það er sönn hjálp að hjálpa þegar fokið er í fíest skjól. Ekki gæti ég talið það hjálp þó að jeg hjálpaði einhverjum með því móti að jeg væri viss um að tapa engu við það, maður gerir varla greiða svo að maður líði ekki við það baga á einn eða annan hátt, eftir því hvemig atvikin haga því til. Þetta get jeg sagt af eigin reynslu. Það var aðeins greiði þegar jeg lánaði honum Gissuri heitnum Filippussyni, mótorbátinn minn, en þessi greiði kostaði mig urn 16 þúsund krónur. í fyrstu var jeg tregur til að lána bátinn, en hann sagðist skyldi ábyrgjast hann, hélt jeg því að það væri óhætt. Báturinn kostaði um vorið með aðgerð 80
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.