Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Blaðsíða 83
Bjartar vonir og vonbrigði
11 þúsund kr. Leitin eftir bátnum 950 kr., mánaðarstopp í ágúst 1000 kr. leiga fyrir
Goðina 1500 kr. og útgerð 1200 kr. Hvergi var hjálpar að leita. Assuransinn neitaði að
borga. Engan dag lét jeg svo hjá líða að jeg ekki bæði guð þess heitt og innilega að jeg
næði út bátnum .
Mjer var láð þetta stórum og það mest af öllu af mínu eigin fólki. Það sagði, að oft hefði
jeg gert marga vitleysu, en enga meiri en þessa, að jeg skyldi hugsa til að ná út bátnum.
En jeg lét ekki hugfallst, þetta var aðeins til að stæla huga tninn. Jeg fór suður og náði
bátnum út með guðs hjálp, því fyrir manna sjónum var það kraftaverk.
Enn þann dag í dag sýp jeg seyðið af þessum greiða. Þó iðrast jeg ekki eftir því að jeg
gerði hann. Hið eina, sem jeg get nú er að leita til góðra manna og biðja þá hjálpar, þá
er jeg búinn að gjöra það, sem jeg get.
Þér eruð annar sá maður, sem jeg get leitað til. En þó að þjer gjörið þetta eigi, þá misvirði
jeg það eigi við yður á neinn hátt, nje ber óvildarhug til yðar fyrir það, því jeg á enga
heimtingu á að þjer gjörið þetta.
Virðingarfyllst
Valdór Bóasson.
Lokaatrennan með innilegri
sannfæringu
Þann 23. maí árið 1923 var byrjað að vinna
að lokaundirbúningi við að koma hinum
strandaða „trollara“ á flot. Samkvæmt
dagbók Þorsteins Guðmundssonar frá
Reynivöllum í Öræfum var nú allt sett á
fullt. Þorsteinn heldur dagbók allan þann
tíma sem verkið stendur yfír frá lokum maí
þar til upp úr miðjum ágúst, en þá yfírgefa
allir staðinn eftir árangurlaust strit.
Hann byrjar dagbókina þann 23. maí á
hálfgildis heitstrengingu, þar sem segir
m.a.: ,,Byrja að vinna við skipið Clyne
Castle með þeirri innilegu sannfœringu að
þetta verk, sem sagt að koma skipinu á flot
aftur muni takast þrátt Jyrir það þó raddir
hafi heyrst í þá átt að öll fyrirhöfn því
viðvíkjandi verði árangurlaus.
I öðru lagi lofa ég að vinna svo trúlega
og samviskulega sem mér er framast unnt.
Lofa að skiljast ekki við þetta málefni og
verkefnifyrr en það er komið í viðunanlegt
horf sem sagt sigurinn unninn, verkið
fullkomnað “8 Þorsteinn hefur fulla trú á því
að þetta mikla verk takist og vill leggja sig
allan fram til að svo rnegi verða og svo
virðist hafa verið með alla þá sem komu að
þessu björgunarstarfi. Mikið var í húfí og til
mikils að vinna. Má rétt ímynda sér
sigurgleðina ef björgunin hefði tekist. Þá
hefði líf mannanna sem keyptu togarann og
áttu þar mikilla hagsmuna að gæta verið
með öðrum hætti.
Víkur nú sögunni að björgunarstarfinu
sjálfu, gekk það upp og ofan, suma daga
miðaði verkinu vel en svo komu dagar þar
sem allt fór forgörðum. Eins og föstudaginn
8. júní: „...austan stormur og rigning og
sjógangur, eyðiiagt heilt dagsverk fyrir
okkur “,8 Trollarinn fer sjálfur af stað og svo
er reynt að mjaka honum áfram og gengur
það misvel, Þorsteinn heldur nákvæma
dagbók yfír árangurinn: „....hann gengur
upp um 20 fet á 3 klukkutímum, Trollarinn
gekk 2 fet,.... Trollarinn gekk 12 fet,.... gekk
12 fet, ..ekið skipinu 10 fet“.%
Svona gengur þetta dag eftir dag. En
allir verða að slaka á og taka sér frí inn á
milli:
81