Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Blaðsíða 93
Ungmennafélag Skriðdæla
góðu verki, en sagðist
nú vera undrandi á
hve vel hefði tekist til
og hrósaði leiknum
og leikendum mjög.
Haustið 1926 flytjast
til Reykjavíkur þær
systur Þorbjörg og
Þórunn frá Þorvalds-
stöðum, Þórarinn frá
Mýrum og Björgólfur
Guðnason, sem hafði
á hendi aðalleik-
stjórnina niður í
Fjörðu. Þess utan
streymdi unga fólkið
bæði til Reykjavíkur
og á skólana á Eiðum,
Laugum og Hallormsstað. Mér telst svo til
að tíu ungmenni hafi farið úr sveitinni þetta
haust. Leikstarfsemi félagsins lagðist því
niður utan smástykki sem sýnd voru á
fundum og þorrablótum.
Sumarsamkomurnar í Stóra-Sandfells-
skógi gáfu félaginu nokkrar tekjur en
undirbúingsvinna við þær var mikil. Vil ég
nú drepa á hana nokkrum orðum. Við
lögðum af stað þrír eða fjórir strákar út í
Stóra-Sandfell seinni part dags. Þegar
þangað kom hafði formaður þá þegar fengið
lánað bæði tjöld og timbur, stórt tjald og
lítið. Þetta þurfti að bera frá vegi að
samkomustað æði spöl. Voru svo tjöldin
reist og farið að smíða borð og bekki. Tvö
langborð í stóra tjaldið og við þau bekki
sem tóku íjörutíu til fimmtíu rnanns í sæti. I
litla tjaldið var sett allstórt borð fyrir konur
að athafna sig við veitingar. Settar voru upp
hlóðir fyrir stóran pott og í honum hitað
kaffivatn. Þar þurfti að standa tunna full af
vatni og svo eldiviður lil kyndingar. Dúkar
á borðin komu frá flestum heimilum ásamt
bollapörum, smádiskum og mjólk. Þessi
smíði og annar undirbúningur tók mestalla
nóttina. Þá fór æði stund í það að borða og
drekka því ekki skorti veitingar í Stóra-
Sandfelli. Reynt var að sofa í þrjá til fjóra
tíma en síðan farið á samkomustaðinn. Nú
komu konur og unglingar, lögðu undir sig
litla tjaldið, með allt sem þurfti til veitinga.
Var nú lögð lokahönd á allan undirbúning.
Reist fánastöng og fáni dreginn að húni og
aðgöngumiðar hafðir tilbúnir. Fólk fór að
koma um hádegi og uppúr því. Formaður
félagsins setti samkomuna með nokkrum
orðum klukkan tvö, síðan voru sungin
nokkur lög. Þá kom aðalræðan, hana flutti
oftast skólastjóri eða kennarar frá Eiðum.
Þá var aftur sungið. Eftir það dreifði fólk
sér um skóginn þar til dansinn hófst. Að
samkomulokum voru tjöld felld, borð og
bekkir rifin og borið að vegi. Leirtaui
pakkað og það flutt til síns heima. Það voru
þreyttir en ánægðir ungmennafélagar sem
riðu heim þetta síðdegiskvöld. Þessar
sumarsamkomur voru einn liður og sá
drýgsti í ijáröflun félagsins. En fleira var
reynt. Félagið bauð nokkrum sinnum þeim
91