Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Síða 95
Nokkrar athugasemdir
Nokkrar athugasemdir frá Hjalta Þórissyni
í grein Helga Más Sigurðssonar „Aflstöðin í Fjarðarseli“ sem birtist í 32. hefti
Múlaþings árið 2005 eru nokkrar missagnir, sem hér verða leiðréttar.
Myndatextar: Mynd bls. 78 af Seyðisfírði segir að myndin sé frá þriðja áratug 20.
aldar. Hið rétta er er að myndin er frá því um 1950. Einkennilegt er að höfundar sé ekki
getið, eða þá ef hann er ekki þekktur. (Myndin er póstkort) Þess má geta að myndin á
bls. 87 er frá árinu 1919, því hús Framtíðarinnar (seinna Jón G.) er í byggingu. Hún er
tekin frá Eyjólti en samt eignuð öðrum ! Mynd bls. 81. Þar eru mennirnir á myndinni
báðir rangfeðraðir, Vigfús sagður Ólafsson og tekinn fyrir Vigfús Ólafsson bónda í
Fjarðarseli því einnig em ártöl hans þar. Vigfús á myndinni var Jónsson og reyndar faðir
Ólafs sem lengi var gæslumaður Fjarðarselsvirkjunar en ekki er getið í greininni. Vigfús
þessi var fóstursonur Guðnýjar Tómasdóttur í Fjarðarseli og hét að ég ætla eftir fyrri
manni Guðnýjar eins og sonur hennar, enda náfrændi hans.
Hinn maðurinn, sem sagður er Vigfússon, er Einar Sigurjónsson, en hann var
fóstursonur bændanna í Firði, Halldóru Björnsdóttur og Jóns Jónssonar.
Svo má skilja af myndatextanum að Einar hafi verið sonur Vigfúsar Ólafssonar, en
það er af og frá. Vigfús átti vissulega son. Hann var Björgvin Vigfússon bóndi á
Ketilsstöðum í Jökulsárhlíð. Einar er faðir Jóhanns Grétars fyrrum símstöðvarstjóra á
Seyðisfirði og var reyndar nærri því tengdasonur Vigfúsar í Fjarðaseli, því kona hans og
móðir Grétars, Gróa Guðjónsdóttir (Dolla), var dóttir Elísabetar Ólafsdóttur ekkju
Vigfúsar og seinni manns hennar.
Nautgripurinn á myndinni virðist kostagripur og þeir stoltir af honum. Af þessu
hlýtur að vera einhver saga.
Ljósmynd birtist af Vigfúsi í Fjarðarseli í riti höfúndar, Horft af Bæjarbrún. Vigfúsar
þessir tveir vom reyndar báðir kallaðir „Fúsi í Fjarðarseli“.
I greininni segir: „á jörðinni Fjarðarseli var stundaður hefðbundinn búskapitr
öldum saman þar til 1913 þegar tœknibylting 20. aldar tók skyndilega við“.
Af þessu má annað hvort skilja að þá hafi búskapurinn skyndileg tæknivæðst ellegar
að búseta þar hafi lagst af við það að Fjarðarselsvirkjun tók við með annars konar
búskap.
Búseta lagðist af í Fjarðarseli fjórum árum fyrr, 1909, þegar síðasti ábúandinn, Einar
Sölvason dó. Tendist það á engan hátt virkjunaráformum. Engin tæknibylting varð í
búskap í Fjarðarseli 1913 þó virkjunin hafi þá tekið til starfa. Jörðin var nytjuð af bæjar-
búum eftir að hún fór í eyði og er svo enn.
Einar sá var reyndar tengdafaðir Vigfúsar Jónssonar og sjálfur í eitt brum
tengdasonur Guðnýjar Tómasdóttur.
Að lokum smáatriði sem litlu má varða: Sagt er að Guðný Tómasdóttir hafí gerst
kaupakona á Torfastöðum þegar hún fór úr föðurhúsum 1855. Kaupakona gerðist hún
vissulega ekki. Hún er reyndar skráð þar sem vinnukona fyrsta árið, en hefur vafalaust
verið bústýra enda giftust þau, hún og ekkjubóndinn þar, það sama ár. Slíkt var algengt.
Guðný kom til baka með sitt fólk í Fjarðarsel 1879 en ekki 1880. (ágengni skal vera
ágangur).
93