Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Side 99
Einar G.. Pétursson
Jökuldæla
Fyrir mörgum árum bentu vísir menn
mér á áður ókunnar heimildir um
Jökuldœla sögu. Ég birti þær undir
heitinu „Tvær heimildir um Jökuldæla
sögu“ í afmælisriti til Þorleifs Haukssonar,
Sólhvarfasumbl saman borið handa
Þorleifi Haukssyni fimmtugum 21. desem-
ber 1991. Markmið þeirrar greinar var að
birta textana en ekki að fjalla um samband
þeirra við aðrar heimildir um söguna eða
ræða aldur hennar, efnisatriði og sagnir sem
e. t. v. væru runnar frá henni eða gætu verið
heimildir hennar. Þar sem afmælisritið er
lítt útbreitt var talin þörf á að gefa þessa
texta út að nýju.
Hér verður bætt við: í fyrstu verður hér
fjallað af nokkurri nákvæmni um kunnar
heimildir um Jökuldœlu og reynt að rekja
þær í tímaröð, í öðru lagi verður reynt að
leggja mat á heimildarmennina, í þriðja lagi
eru einstakar gerðir sögunnar bornar saman
og loks verða textamir úr Sólhvarfasumbli
endurprentaðir ásamt broti úr Jökuldcelu,
sem séra Sigurður Gunnarsson skráði og
hefur verið talin fyllsta heimildin um
söguna.
Heimildir um Jökuldælu
1) Frásögur um fornaldarleifar. Elsta
heimild sem mér er kunn um Jökuldœlu er í
Frásögum um fornaldarleifar frá 15.
október 1821 ffá Sigfúsi Finnssyni, sem
prestur var í Hofteigi á ámnum 1815 til
æviloka 1846:
Án þess af fornaldarsögunum að geta það sama
bevísað — þar Jökuldæla er hér ekki í sýslu
þessari — er mál manna: að Skjöldólfur og
Hákon, gildir bændur á Skjöldólfstöðum og
Hákonarstöðum hér í sókn, hafi orðið ósáttir
útaf silungsveiði í sokölluðum Hólmavötnum
er liggja circa 5 mílur vegar frá nefndum
bæjum, börðust í hólma eins vatnsins hvar
Hákon skyldi hafa fellt Skjöldólf, sýnist enn nú
í dag haugurinn standandi í nefndum hólma.1
Af þessu er svo að sjá sem Jökuldæla hafi
ekki verið fínnanleg innan sveitar og séra
Sigfús fari hér eftir munnmælum. Sókna-
lýsing Hofteigssóknar frá 1841 er einnig
eftir Sigfús Finnsson í Hofteigi. Þar sagði
hann í upptalningu á stöðuvötnum „í
Skjöldólfstaðaheiði: Skip- og Hólmavötn
(þar sem Skjöldólfur og Hákon stríddu um
veiðina, confer Jökuldælu)“.2 Ekki kemur
fram af orðunum, hvort Sigfús fer hér eftir
sögunni sjálfri eða munnmælum, en það
síðara er líklegra, þar sem hann hefði
trúlega getið þess ef hann hefði verið búinn
að fá Jökuldælu í hendur.
I Frásögum um fornaldarleifar frá 20.
sept. 1821 sagði séra Vigfús Ormsson á
Valþjófsstað í Fljótsdal:
97