Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Page 104

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Page 104
Múlaþing manni, en lær- dómsríkt hefði verið að geta borið uppskrift- irnar saman. Ekki er hægt að álykta annað af orðum Snorra Jónssonar en að um tvær sjálfstæðar upp- skriftir á Jökul- dælu hafí verið að ræða. Snorri fékk endursögn Sigurðar Benediktssonar hjá Jónatan áður en hann fór vestur um haf, en hafi hún verið skrifuð beint eftir gamla manninum, hefur það hlotið að vera gert nokkrum árum áður, því að Sigurður Benediktsson dó 1870. Mögulegt er að þeir mágar, Snorri og Jónatan, hafi haft spumir af ritgerð séra Sigurðar Gunnarssonar, sem birtist árið áður og hún hafi hvatt Snorra til að senda Gísla Brynjólfssyni brotið. Móti áhrifum frá ritgerð séra Sigurðar mælir, að ekki er vitnað til hennar um neitt atriði og ekki eru heldur sjáanleg nein áhrif frá henni. JJafi þeir Snorri og Jónatan vitað um ritsmíð séra Sigurðar, virðast þeir hafa talið textann frá Sigurði Benediktssyni svo merkilegan að ekki væri nein ástæða til að blanda honum saman við texta frá prestinum. Einnig má spyrja hvers vegna Jökiddœla var skrifuð tvisvar upp eftir Sigurði gamla í JJeiðarseli? Er þessi uppskrift sem Snorri sendi Gísla Brynjólfs- syni sú sama og Sigmundur Long skrifaði? Ekki verða fmnanleg nein rök fyrir því, þótt áhugi Sigmundar hefði getað orðið til þess, að aðrir fóru einnig að skrifa Jökuldœlu upp eftir Sigurði. Ekki var reynt að koma þessari gerð á framfæri, sbr. það sem segir hér í 9. tilvísun. Einnig sést glögglega hér á eftir, að mörg efnisatriði eru ekki fmnanleg í öðrum gerðum Jökuldælu. Gísli Brynjólfsson, sem Jökuldœlu átti var uppi á árunum 1827 til 1888, var lengi styrkþegi Amasafns og síðar dósent við Hafnarháskóla. Þótt engar heimildir séu mér nú kunnar um hvemig handrit þetta barst til Gísla Brynjólfssonar, þá er líklegt að giska á að þeir Snorri hafí kynnst í Kaupmannahöfn. Eiríkur Hreinn Finn- bogason sagði bréfasafn Gísla Brynjólfs- sonar vera í Nks. 3363, 4to I—IV og meira frá honum er í sama safni.11 Þau handrit hef ég ekki athugað, en þar gætu verið bréf milli Snorra Jónssonar dýralæknis og Gísla Brynjólfssonar, sem veitt gætu vitneskju um feril uppskriftarinnar á Jökuldælu. Fyrirspurnir til handritadeildar Konunglega bókasafnsins í Kaupmannahöfn um bréf frá Snorra Jónssyni til Gísla Brynjólfssonar yngra hafa engan árangur borið. Nú er rétt að minnast á Gísla Brynjólfsson eldra, föður þessa Gísla Brynjólfssonar. Hann var fæddur 1794 og lauk embættis- og doktorsprófi við Kaup- mannahafnarháskóla. Gísli var meðal stofnenda Bókmenntafélagsins og forn- fræðafélagsins. Hann var prestur á Hólmum í Reyðarfírði frá 1822, dvaldist þar frá 1824, en drukknaði 26. júní 1827. í handritinu JS. 96, fol. eru varðveitt nokkur bréf frá Gísla til Birgis Thorlaciusar prófessors í Kaupamannahöfn um forna texta. Þau eru dagsett 3. ágúst 1824, 29. okt. 1825 og 12. jan. 1826. Þar nefndi Gísli nokkrar sögur sem settar voru saman um 1800 eða skömmu fyrr og hann taldi að væru ekki til í Kaupmannahöfn. Honum er ljóst, að þær væru ekki fomar, en sagði í fyrsta bréfínu: „dog isig selv ere de ret mærkelige.“ Sögumar sem Gísli nefndi em: Hrana saga hrings, Atla saga Otryggs- sonar, Starkaðs saga, Þorsteins saga Geirnefjufóstra, önnur gerð af Þorsteins sögu Síðuhallssonar, Sigurðar saga gangandi og loks er nefndur Þóris þáttur Gísli Brvnjólfsson. 102
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.