Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Page 111
Jökuldæla
samræmi við þær heimildir, sem hér eru
dregnar fram, þar sem skýrt kemur fram, að
séra Einar Bjömsson hafi átt Jökuldælu, en
ekki séra Erlendur Guðmundsson. Pétur
Pétursson yngsti hefur sennilegast mglað
saman prestum í Hofteigi.
Páll Gíslason Aðalbóli skrifaði svo m. a.
um heimildir um Jökuldal:
Jökuldæla handrit. ... Guðm. Snorrason bóndi
Fossgerði (f. 1850) heyrði hana lesna í æsku
sinni, þá bók átti Pétur Pétursson Jökull. Séra
Þorleifur Jónsson á Skinnastað sendi Pétri
Hávarðarsyni bónda á Gauksst. nokkur blöð úr
sögunni og bað hann prjóna úr, en þess var þá
ekki kostur.20
Örugglega er missögn, að Pétur Pétursson
Jökull hafi átt Jökuldœlu, því að hann var
yngstur þeirra Pétranna á Hákonarstöðum
(1828-1879) og heimildarmaður séra
Sigurðar Gunnarssonar eins og að framan
gat. Hér á eftir kemur fram, að yngsti Pétur
hafði söguna eftir föður sínum og tengdi
hana ranglega við séra Erlend Guðmunds-
son í Hofteigi. Þessi sögn er samstofna
þeirri sem hér kemur næst á eftir.
Skjöldur Eiríksson. Hér birtist sögn sem Jón
Samsonarson skrifaði sumarið 1992 eftir
Skildi Eiríkssyni frá Skjöldólfsstöðum á
Jökuldal, þegar Jón dvaldist á Reykjalundi.
Þessi póstur er birtur með samþykki Jóns
sjálfs:
í dag 16. júlí 1992 kom ég að máli við aldraðan
Jökuldæling, vistmann á Reykjalundi, Skjöld
frá Skjöldólfsstöðum og spurði hann að því
hvað hann hefði heyrt Jökuldælu getið manna á
milli eystra. Skjöldur hafði frásögn af
Jökuldælu eftir Guðmundi Snorrasyni bónda í
Fossgerði (sem áður hét), frómum manni og
Páll Gíslason á Aðalbóli. Eigandi myndar: Dagný
Pálsdóttir.
óljúgfróðum að allra dómi, sagði Skjöldur.
Sagði Guðmundur fortakslaust að hann hefði
haft Jökuldælu undir höndum á yngri árum
sínum og hefði handritið sem geymdi
Jökuldælu farið vestur um haf og ekki spurst til
þess síðar, þrátt fyrir eftirgrennslan í Kanada.
Hugðist Guðmundur Snorrason skrifa
efnisinntak sögunnar, ef ekki kæmi handrit að
henni í ljós. Ekki vissi Skjöldur hvort úr því
varð. Nafn gömlu konunnar sem átti að hafa
tekið handrit sögunnar með sér til Vesturheims
þekkti Skjöldur ekki. Hinu hefur Skjöldur
lofað mér að hann skuli gera allt hvað hann
getur til þess að hafa upp á nafni hennar, svo að
enn megi gera leit að handritinu og ekki þurfi
að spyrjast fyrir á hverju heimili um gjörvalla
Ameríku án minnstu leiðbeiningar, og ræðst nú
hvernig til tekst.
Guðmundur Snorrason er greinilega sami
maður og Benedikt Gíslason frá Hofteigi og
109