Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Page 112

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Page 112
Múlaþing Páll Gíslason gátu um, en í frásögn Skjaldar er ekki getið hver hafi átt Jökuldælu, en í frásögn Páls er sú missögn, að Pétur yngsti á Hákonarstöðum hafí átt hana, en eins og áður hefur komið fram var hann aðeins heimildarmaður séra Sigurðar Gunnars- sonar. Skjöldur gat þess aftur á móti til viðbótar að bókin hefði átt að lenda til Ameríku, sem Páll gat ekki um. Aðalsteinn Aðalsteinsson. Á ferð sinni í Vesturheimi fyrir fáum árum leitaði Aðalsteinn Aðalsteinsson á Vaðbrekku að handriti Jökuldælu hjá bókríkum manni þar en án árangurs. Sýnir þetta að enn lifa menn í voninni að fínna handrit Jökuldœlu. Öskjugosið 1875 varð til þess að margir fóru af Austurlandi til Ameríku. Mjög eðlilegt er að menn hafí talið líklegt að einhverjar bækur og handrit hefðu farið vestur um haf, því að það gerðist vissulega og skulu í því sambandi nefnd tvö dæmi. Arið 1930 skrifaði Halldór Hermannsson grein í Almanak Olafs Thorgeirssonar og bað landa sína vestra að skoða vel gamlar bækur, því að mögulegt væri að þar gætu leynst prentaðar bækur íslenskar úr prentsmiðju Guðbrands biskups Þorláks- sonar eða jafnvel eldri.21 Hér að framan var í 3) nefndur Sigmundur Matthíasson Long, en því má hér bæta við að hann fór til Ameríku 1889 og var þar til dauðadags 1924. Árið 1894 skrifaði hann 27 kvæði eftir Jón Guðmundsson lærða (d. 1658), sem hvergi eru kunn annars staðar og hljóta að hafa verið til í handriti vestan hafs, sem hefur ekki enn komið í leitimar.22 Þess vegna má enn vona, að Jökuldæla og forrit kvæða Jóns lærða í uppskrift Sigmundar Long eigi eftir að koma í leitimar vestan hafs ásamt fleiru ókunnu. Hér verður þó að hafa í huga, að margt af íslenskum bókum hefur glatast vestra. Mat á heimildarmönnum Bréf séra Jóns Ingjaldssonar er dagsett 3. okt. 1849 og hann hafði sögn sína um Jökuldælu eftir Pétri Péturssyni ríka á Hákonarstöðum, en faðir hans átti að hafa fengið söguna ásamt fleiru frá séra Einari Björnssyni presti í Hofteigi. Einar var fæddur 1755, fékk Hofteig haustið 1799 og var þar 1815, en það ár fékk hann Þingmúla og var þar til dauðadags 15. maí 1820. Hann fær þann vitnisburð að hafa verið „einkennilegur maður í háttemi og fasi, við og við hálfsturlaður á geðsmunum og nokkuð brokkgengur“.23 Páll Pálsson á Aðalbóli benti mér á að til væru tvær uppskriftir á búi hans í Þjóðskjalasafni. Hin fyrri er í skiptabók klerkdóms 1791-1815 fyrir Norður- Múlasýslu og hefur bókin nú safnmarkið N.-Múl. VI. B l,en eldra númer var VI. 15. Búið var skrifað upp 3. okt. 1803 eftir lát Þórunnar Þorgrímsdóttur, konu séra Einars, 6. júlí sama ár og er uppskriftin á bl. 46v-54r, en aftan við, bl. 54r-58r, em skipti „til skulldalukningar á þeim femunum er fundust í tilföllnu dánarbue i Hofteige effter konu þar verandi stadarhalldara sr Einars Biomssonar“. Eignir búsins voru metnar á rúmlega 300 ríkisdali, en um þriðjungur þess fór upp í skuldir, svo varla hefur séra Einar verið vel stæður. I uppskriftinni 3. okt. eru alls 135 númer bóka og em þar fyrst taldar 22 erlendar bækur, en hitt em íslenskar bækur og er ekki alltaf hægt að sjá, hvort um prent eða skrif er að ræða. Nokkrar guðsorðabækur eru þarna skrifaðar, t. d. „112 Kingo Sálmar med fleyru skrif:“ Ekki er hægt að segja til um hvort þetta og þvílíkt sé skrifað eftir prentuðu eða ekki. Af öðm efni má nefna: „109 Bok um ymislegt skrifud", „119 Jslendinga Sógur etc.“, en hér kemur ekki fram hvort um skrifaða eða prentaða bók er 110
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.