Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Side 113

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Side 113
Jökuldæla að ræða; „125 Sögubók skrifud", „126 Hvalabók med meiru“, en hér gæti verið rit Jóns lærða Um Islands aðskiljanlegar náttúrur, en þar eru margar hvalamyndir; loks verða hér nefnd „128 Samanbundnir Rímnaflockar“, „129 10 kver samanbundin sum skrifuð sum prentud“. Af þessu er óhætt að draga þá ályktun, að Einar Björnsson hefur verið bókamaður og Jökuldæla hefði því getað verið til í fórum hans. Aðeins 11 dögum eftir lát Einars 15. maí vorið 1820 er dánarbú hans skrifað upp, eða 26. maí, og er uppskriftin varðveitt í Skiptabók Suður-Múlasýslu, sem hefur safnmarkið S.-Múl. VIII, 3 og er ásamt skiptum á s. 38-51. Nú eru taldar fram mun færri bækur, eða alls 84 í stað 135 árið 1803. Ekki er tekið fram um neina bók, að hún sé skrifuð. Töluvert er af nýlegum bókum eins og Sturlunga, sem kom út 1817 og 1-3 deild af Islenskum sagnablöðum, sem byrjuðu að koma út árið áður. Þetta staðfestir sem áður sagði, að séra Einar hefúr verið bókamaður. Á Hákonarstöðum á Jökuldal bjuggu á 19. öld þrír menn sem hétu Pétur Pétursson og verður því að greina þessa alnafna að. Elstur var Pétur Pétursson (um 1763-1821) er „bjó fyrst í Vopnafirði, en fluttist í Hákonarstaði 1803“.24 Sonur hans var Pétur Pétursson (1793—1853).25 Þriðji alnafninn var sonur hans, Pétur smiður Pétursson (1828-1879).26 Yngsti Pétur fór til Vesturheims og andaðist þar og hefúr það enn getað ýtt undir hugmyndir um að handrit Jökuldælu hafi borist vestur. Pétur fékkst nokkuð við fræðastörf og skrifaði handritið JS. 248, 4to árið 1846. Að efni til er það alls kyns „fomaldarrúnir“ og ýmiss konar galdraráð, handarlínulist, hrafl úr ritum Jóns lærða og fleira. Hér verður ekki meira greint frá efni handritsins, þar sem tveir menn hafa rakið það af nokkurri nákvæmni og viljað tengja bókina við Einar Nikulásson galdrameistara á Skinnastað.27 Við þetta má bæta, að samkvæmt handritaskrám Landsbókasafns er svipað efni með hendi Péturs í Lbs. 4357, 4to, sem er skrifað sama ár, 1846, og Lbs. 1531, 4to, sem Pétur skrifaði seinna eða 1867. Ekki er ástæða til að fara nánar út í þetta, en loks skal nefnt, að í handritinu Lbs. 1711, 8vo, eru tvær ungar riddarasögur með hendi Péturs, en ekki er ástæða til að geta þessa meir. Séra Jón Ingjaldsson hlýtur að hafa talað við Pétur Pétursson í miðið, því að elsti Pétur var dáinn þegar séra Jón er í Hofteigi. Vel stenst tímans vegna að faðir hans, elsti Pétur, hafí fengið bækur frá séra Einari Bjömssyni meðan hann var í Hofteigi. Eins og íyrr gat er hann sami Pétur og vitnað er til í sögunum „Austan úr Vopnafirði“. Aftur á móti var yngsti Pétur Pétursson á Hákonarstöðum heimildarmaður séra Sigurðar Gunnarssonar, en sá Pétur sagði föður sinn, Pétur Pétursson í miðið, „hafa séð söguna, og lesið, hjá séra Erlendi í Hofteigi Guðmundarsyni“. Einsýnt er að séra Jón er hér betri heimild en séra Sigurður Gunnarsson. Bréfíð frá honum er meira en 20 árum eldra og séra Jón talaði við föður heimildarmanns séra Sigurðar. Erlendur var prestur í Hofteigi 1774-1799, en Einar Bjömsson tók við af honum.28 Af þessu er ljóst að ekki stenst tímans vegna, að Pétur faðir, yngsta Péturs á Hákonar- stöðum, hafí getað lesið Jökuldælu komna frá séra Erlendi í Hofteigi, því að hann kemur ekki að Hákonarstöðum fyrr en 10 ára gamall 1803, en Erlendur var farinn íjórum árum fyrr, eins og áður sagði. Jökuldœla Snorra er höfð eftir Sigurði Benediktssyni, sem hafði lesið söguna hjá séra Einari Bjömssyni í Hofteigi, og ber
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.