Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Page 115
Jökuldæla
Samanburður cinstakra gerða
sögunnar
Nú verður reynt að bera saman ofangreinda
texta úr Jökuldœlu. Megintextamir, sem hér
verða bomir saman, em endursagnir frá
Snorra Jónssyni og séra Sigurði Gunnars-
syni og eins og íyrr hefur komið fram, em
þeir hér á eftir nefndir Jökuldœla séra
Sigurðar og Jökuldœla Snorra, þótt þær
nafngiftir orki tvímælis eins og þegar hefur
komið fram.
Það sem fyrst vekur athygli er að
Jökuldæla Snorra er nokkru lengri en
Jökuldœla Sigurðar, þrátt fyrir viðauka hans
innan sviga úr öðrum heimildum til nánari
útskýringar, sem hafa lengt upphaflegan
texta. Allur texti Jökuldælu séra Sigurðar er
728 orð, en þar af dragast viðbæturnar sem
em 75 orð. Jökuldœla Snorra alls um 990
orð og er þá meðtalin greinargerðin aftan
við textann, sem prentuð er hér að ofan, en
fylgir ekki textanum sjálfum hér á eftir. Um
uppskrift Jökuldœlu Snorra er sagt, að ei
hefði verið skrifað „annað en það sem
Sigurður sál. mundi með vissu ... hér um bil
eins orðað og það hefði verið á bókinni.“ Af
þessum orðum er ljóst að markmið Jónatans
Jónatanssonar var að fá texta eins líkastan
og Sigurður Benediktsson mundi að hefði
verið á skrifi, sem ekki var lengur til. Af
þessu kemur ffam, að upphaflegur texti
Jökuldœlu séra Sigurðar er aðeins um tveir
þriðju af lengd Jökuldœlu Snorra, sem er
lengsta og fyllsta gerð sögunnar og
örugglega upprunalegri en gerð séra
Sigurðar.
Upphaf Jökuldœlu Snorra er verulega
frábmgðið texta séra Sigurðar. Jökuldæla
Snorra byrjar á frásögn af Eiríki Orra á
Eiríksstöðum á Jökuldal og er viðumefnið
skýrt með því, að „hann barðist í
Ormstustöðum í Brúarhvömmum“. Ekki er
þar getið við hvern hann barðist þar.
Pétur Pétursson bóndi á Hákonarstöðum.
Sveinbjöm Rafnsson ræddi um fomleifar á
þessum stað.31 Jökuldœla séra Sigurðar
nefndi hann Eirík morra, greindi ekki frá
uppruna viðurnefnisins og þar er frá honum
sagt í niðurlagi sögunnar. Eiríkur er þar
sagður hafa verið frændi Gauks á
Gauksstöðum. Gaukur drap Brand, en af
þeim sökum drap Eiríkur Gauk og með því
lýkur Jökuldœlu séra Sigurðar. Jökuldœla
Snorra getur ekki um að Eiríkur hafi drepið
Gauk, heldur aðeins Herjúlf. I Jökuldœltt
séra Sigurðar er það griðkona á Hákonar-
stöðum, „vinveitt Eiríki“, sem skiptir á
sverðum Eiríks og Gauks. En í Jökuldœlu
Snorra er sagt að Gróa dóttir Eiríks hafí
skipt á sverðum föður síns og Herjólfs.
Fyrrnefnd Gróa, dóttir Eiríks orra, fínnst
ekki í öðrum heimildum en Jökuldœlu
Snorra. Þar er einnig nefndur Herjúlfur á
Bessastöðum í Fljótsdal, sem dró þingmenn
frá Eiríki og fiflaðí Gróu. — Herjólfur átti
„sverð afargott“, sem Gaukur á Gauks-
stöðum hafði smíðað. Gróa fékk Gauk á
Gauksstöðum til að smíða eins sverð en
113