Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Side 121

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Side 121
Jökuldæla Skjöldúlfstöðum stendr bærinn Hjarðar- hagi, skammt inn frá Teigará). Teigr var ónuminn milli landnáms Hákonar og Þorsteins torfa, sem nam Jökulsárhlíð, og bjó á Torfastöðum (í Hlíð), og lögðu þeir hann til hofs (eins og Landnáma segir). Þar er nú Hofteigr kirkjustaðr á Jökuldal (innan til í teignum sjást enn menjar af blótstað hinum foma). Skjöldúlfr, er bjó á Skjöldúlfstöðum, var annar landnámsmaðr á Jökuldal, og nam land allt austan megin Jökulsár, frá Húsá (innan við Skeggjastaði) upp að Hólkná. Skjöldúfr bygði bæ sinn í landnámi Hákonar, og reiddist hann Skjöldúlfi fyrir það, er hann bygði þar að sér fornspurðum, og skorar hann Skjöldúlf á hólm. Skyldi þeir berjast á hólma í Hólmavatni (það er á Túnguheiði milli Jökuldals og Vopna- fjarðar). Hákon dýrkaði Þór; stóð hof hans á felli norðr og upp af Hákonarstöðum (það heitir enn Þórfell). Þángað gekk Hákon hvern morgun þegar fært var veðr, berhöfðaðr og berfættr. Þegar kom að hólmstefnudegi, var Hákon snemma á fótum, og gekk til hofsins að biðjast fyrir, en frosthéla hafði fallið um nóttina, og kól Hákon á minnstu tá. Af þessu taldi hann sér fótinn stirðan til vígs, tók sverð sitt og hjó af tána, batt svo um og reið til hóhnsins. Þenna sama morgun bjóst og Skjöldúlfr snemma til hólms; hafði hann með sér skjaldkonu eina, er Valgerðr hét. En sem þau komu norðr á heiðina, sáu þau þar á einni tjörn 18 álptir sárar. Sagði þá Skjöldúlfr, að skjaldmeyin skyldi gæta álptanna á tjörninni, þángað til hann kæmi aptr. Síðan reið hann á hólminn og barðist við Hákon. Lauk svo viðskiptum þeirra, at Skjöldúlfr féll, og heygði Hákon hann þar í hólmanum. Sér þar glöggt hauginn enn í dag. En það er að segja af skjaldmey Skjöldúlfs, að hún elti álptimar þángað til hún sprakk. Heitir tjömin síðan Valgerðar- hlaup. Hákon átti bú á Víðirhólum (norðr á heiðinni, upp af Hákonarstöðum); hét sá Brandr sterki, er varðveitti búið. Einn vetr rak frá Brandi í miklu norðvestanveðri 80 geldínga til dauðs fyrir fossana í Gilsárgili, inn og vestr frá Skjöldúlfstöðum. Gaukr hét bóndi er bjó á Gaukstöðum (það eru nú nefndir Gagrstaðir), hann var hinn mesti smiðr og skartsmaðr. Eitt haust reið Gaukr með mörgum mönnum til hofs, og var Brandr sterki í för með þeim. Þeir riðu ofan eptir dalnum og yfir Jökulsá á Goðavaði. Meðan þeir riðu vaðið, stjakaði Brandr hesti Gauks, svo hann rasaði, og blotnuðu skrúðklæði Gauks. Af því reiddist Gaukr, og hét að hefna á Brandi. Vorið eptir snemma ríðr Gaukr norðr á Víðirhóla og drepr þar á dyr; Brandr gengr til dyra, og vegr Gaukr hann þar, síðan kastar hann líkinu í stóra lind hjá bænum; hún heitir síðan Brandslind. Brandr var frændi Eiríks, er bygði Eiríkstaði (sá bær er næsta höfuðból inn frá Hákonarstöðum), og var nefndr Eiríkr morri. Þegar Eiríkr fréttir víg Brands, hyggr hann á hefndir við Gauk, en treystist eigi að eiga við hann, því Gaukr var hverjum manni betr vígr, og átti hið bezta sverð, er hann hafði sjálfr smíðað. Eiríkr átti og sverð, er Gaukr hafði smíðað honum, miklu síðra að kostum, en líkt útlits. Eitt sinn fréttir Eiríkr, að Gaukr muni fara upp að Brú (sá er næstr bær inn frá Eiríkstöðum) og gista á leið að Hákoni á Hákonarstöðum. Griðkona ein var að Hákonarstöðum, vinveitt Eiríki. Hana fínnr hann og fær henni sverð sitt, og biðr hana ná sverðinu frá Gauki og færa sér, en láta sitt koma í staðinn. Þessu lofar hún. Nú kemr Gaukr og gistir á Hákonarstöðum. En 119
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.