Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Side 127
Stafkirkja og rauðviðarskáli á Valþjófsstað
1200, er nánar fjallað í ritgerð Magnúsar
Más Lárussonar: Maríukirkja og Valþjófs-
staðahurð í bók hans Fróðleiksþættir og
sögubrot (Rvík. 1967).
Aðalkirkja sveitarinnar var fyrst á
Bessastöðum, en líklega hefur Valþjófs-
staðakirkja tekið við því hlutverki eftir að
stafkirkjan var byggð um aldamótin 1200.
Samkvæmt Gottskálksannál var Valþjófs-
staður gerður að ,stað‘ árið 1306, þ.e.
kirkjan eignaðist þá alla jörðina og það sem
henni fylgdi. Ágúst Sigurðsson getur þess
til að Randalín hafi gefið kirkjunni jörðina
eftir sinn dag, en Árni biskup Þorláksson
(Staða-Árni), sem barðist mest fyrir
eignarhaldi kirkjunnar á kirkjujörðum á 13.
öld, var frændi hennar í Oddaverjaætt og
lærisveinn Brands ábóta, föðurbróður
Odds.6 Sigurður Vilhjálmsson telur hins
vegar að Þorlákur helgi Þórhallsson hafí
náð staðnum undir kirkjuna 1179, og
Sigmundur og afkomendur hans því verið
landsetar hennar.7
Eftir 1300 hefur Valþjófsstaðakirkja
auðgast fljótt af löndum og lausum aurum,
og náði smám saman eignarhaldi á öllum
afréttum milli Fljótsdals og Jökuldals, þar
með töldum Hrafnkelsdal, auk nokkurra
jarða í Suðurdal og Norðurdal. Jarðimar
hafa gengið undan kirkjunni, en hún er enn
talin eigandi afréttanna. Prestar hafa setið á
Valþjófsstað frá því að kirkja var byggð þar.
í elsta máldaga kirkjunnar, segir að þar
skuli vera tveir prestar og tveir djáknar,
hvorki meira né minna.
Stafkirkjur almennt
Stafkirkjur urðu algengar á Norðurlöndum
á fyrstu öldum kristninnar. Þær em kenndar
við stólpatré þau sem mynduðu veggi
húsanna og báru þökin uppi, og voru kölluð
stafir. Líklega hafa útveggir elstu kirknanna
allir verið byggðir úr lóðréttum stöfum eða
Stafkirkjan í Lom í Opland, talin byggð um 1150.
Ljósmyndari og eigandi: Arndis Þorvaldsdóttir.
plönkum, líkt og skíðgarðar, sbr. kirkju-
myndina á Valþjófsstaðahurðinni. Síðar fá
þeir aðra útfærslu, svokallað stafverk. Þá
eru stafírnir bara í homum og með vissu bili
í veggjum á milli þeirra, en þessi bil kallast
stafgólf og voru þau oftast um 3 álnir eða
um 1,8 m. Eftir fjölda þeirra var stærð
kirkna og annarra bygginga gjaman metin
hérlendis. Stólparnir voru upphaflega
grafnir í jörð og skorðaðir með steinum, en
vildu þá fúna og missíga, og því var farið að
setja þá á lárétt tré, svonefnda aurstokka,
sem hlaðið var undir með grjóti. Stafkirkjur
voru vanalega skiptar í aðalkirkju
(framkirkju) og kór, auk þess oft með
forkirkju, líklega oftast með svonefndum
útbrotum til beggja hliða, og stundum var
125