Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Side 138

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Side 138
Múlaþing við að breyta skálanum í það horf sem lýst er í úttektinni 1748. Lýsing hans miðast við skálann eins og hann var fyrir breytinguna, líka málin á honum. Hann segir breytinguna hafa verið gerða fyrir rúmum 20 árum og getur það stemmt við ártölin 1748 og 1767. Lýsing Hjörleifs fer hér á eftir í þýðingu minni: Lýsing á hinu eldgamla húsi á prestsetrinu Valþjófsstað, stærð þess og byggingarlagi, eins og það var og er nú. Þetta hús hefur verið (fyrir rúmum 20 árum síðan) 30 álna og 9 þumlunga langt [um 18 m]; 10 álna og 3 þumlunga breitt [um 6 m]. Hæðin frá gólfi undir þverbita 414 alin; frá þverbitum upp í mæni 314 alin og tveir þumlungar (hæðin alls 8 álnir og 2 þuml.) [um 5 m / miðað við um 60 sm alin]. Því var skipt með skilrúmi í tvo hluta. Veggirnir ofan frá og niður að gólfi voru þaktir með borðum úr viðartegund sem á fyrri tíð rak mikið af sjó hérlendis og var almennt kallaður rauðviður og úr sams konar viði var yfirbyggingin undir þakinu, sömuleiðis undir þverbitum við báðar dyr, en öll undirtré [máttarviðir] voru af norsku timbri, sem fyrrum var vant að flytja tilhöggvið hingað til lands. Báðar dyr voru svo háar að menn gátu riðið inn um þær. Annar hluti hússins, að skilrúminu, var 13 álnir að lengd, og var einkum notaður sem drykkjustofa [veislustofa] við brúðkaup eða önnur hátíðleg samkvæmi, nema að þvert við dyrnar, sem lágu inn í hinn hluta hússins voru tvö rúmstæði, kölluð Mukalokrekkjur, með kringlóttum dyrum og einhverjum fomum útskurði í kring. I hinum hlutanum, sem var um það bil 17 álna langur, voru 12 rúmstæði, 6 hvom megin, þar á meðal 4 svonefndar lokrekkjur, sem ennþá eru óbreyttar og eru 314 alin á lengd, nokkrar þeirra skreyttar með útskurði. Gluggar voru 4 kringlótt op efst á þakinu, eins og sagt er að séu á sumum norskum bændahúsum. Fyrir um það bil 20 árum var byggingunni breytt, þannig að í öðrum hluta þess [þeim minni?] var byggð venjuleg stofa með glergluggum. (Fallega smíðað rúm, borð og bekkir). En í hinum hlutanum sem fyrrum var mestmegnis ónotaður [ledig] eru nú 8 rúmstæði, fjögur hvoru megin. Þá hefur verið hlaðið upp í aðrar dymar, svo menn komast ekki inn í stofuna nema frá bæjardyrum, gegnum þann hluta hússins sem enn er óbreyttur.33 Ljóst er af þessari lýsingu að Valþjófs- staðaskálinn hefur verið hið veglegasta hús, þegar hann var upp á sitt besta, og alveg í stíl við stafkirkjuna, enda er tekið fram að máttarviðir hans (stafímir) hafí verið af norskum trjám. ,Múkalokrekkjurnar‘ hafa líklega í upphafí verið ætlaðar prestum staðarins, sem áttu að vera tveir, eins og fyrr segir. Kr. Kálund telur líklegt að skálinn sé af sama eða svipuðum aldri og stafkirkjan, þ.e. frá lokum 12. aldar eða næstu 50-100 áram, sem voru uppgangstímar Valþjófs- staðar.34 Björn Þórðarson hallast einnig að þessari skoðun og telur auðsætt að skálinn hafi verið reistur „á þeim tíma sem Valþjófsstaður er enn höfðingjasetur á foma vísu“, þ.e. áður en kirkjan eignaðist jörðina (1306). Einnig telur hann að byggingarlag skálans, Ijóramir á þakinu og myndskurður í honum, bendi til að hann hafí verið af svipuðum aldri og kirkjan. Þá hallast hann að þeirri skoðun Fljótsdælinga að Valþjófsstaðahurðin hafi upphafalega verið á skálanum.35 I úttekt 5. sept 1818 er skálinn (eða skálahluti hans) enn við lýði og svo lýst: 136
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.