Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Side 147
Ferð á Alþingishátíðina á Þingvöllum 1930
Reykjavíkurhöfn. Voru sum svo stór, að þau
líktust íljótandi húsaþyrpingum eða höllum,
en til og frá lágu herskip ýmissa þjóða grá
að lit og tröllsleg mjög að vexti. Þó bar eitt
af öllum, sem bættist síðar í hópinn,
bryndrekinn enski, sem sendur var með
ensku fulltrúana. Lá hann dýpst af öllum
skipunum og sýndist því ekki eins ferlegur
fyrir það, eins og hann þó í raun og veru
var, þar sem hann er eitt af stærstu
herskipum heimsins.
Undir það að lagt var inn á höfnina
drógu skipverjar upp fánalínu og var
Brúarfoss þannig fánum skreyttur stafna á
milli er hann rann inn um hafnarmynnið.
A götum bæjarins var svo mikil umferð
af fólki og bílum, að naumast varð komist
yfir þvergöturnar, nema með því að bíða og
leita færis, og á veitingastöðum og í
sölubúðum var svo mannkvæmt að fyrnum
sætti. En allir kunnugir sem ókunnugir
Reykvíkingar virtust jafn boðnir og búnir til
að greiða götu gestanna, svo maður gat
orðið hrifinn af allri þeirri velvild. Samt
verð ég að játa, að mér leist í fyrstu ekki á
blikuna er ég sá þetta iðandi mannhaf og
miklu bílaumferð, sem þyrlaði upp mold-
rykinu af götunum og mettaði loftið með
ryki og stybbu. Flugu mér þá í hug orð eins
merkismanns, sem ég talaði við á Seyðis-
fírði. Hann sagði, að menn vissu ekki út í
hvað þeir önuðu, því áreiðanlega yrðu mörg
slys og meiðingar í sambandi við hátíðina
og ijöldinn færi á mis við öll not hennar.
Sama var einnig hljóðið í mörgum syðra og
sumum þaðan af verra, til dæmis væri því
spáð að Almannagjá ætti að hrynja.
Síðari hluta miðvikudags 25. júní komst
hátíðarundirbúningurinn í algleyming. Fór
þá allur þorri manna upp á Þingvöll, nema
þeir sem forsjálastir voru, sem farið höfðu
1-2 dögum áður til að forðast slys og háska,
sem stafað gæti af árekstri. Eg lagði af stað
Kristján konungur X. og Alexandrine drottning.
Mynd úr bókinni Alþingishátíðin 1930.
klukkan sex að kvöldi og var þá þykkmikið
í lofti og sögð úrkoma á Þingvelli. Þóttu það
illar veðurhorfur og fylltust menn ótta og
kvíða. Vegurinn var blautur og fremur
vondur á stykkjum. Ekki höfðum við farið
langan spöl, er við veittum því eftirtekt, að
hægra megin við veginn stóðu verðir með
vissu millibili. Voru þeir auðkenndir með
borða um annan handlegginn. Voru jafnan
tveir í stað og skiptust á að halda vakt, og
var sagt að þeir væru 80 talsins. Ekki virtist
staða þeirra neitt skemmtileg, að standa
þannig upp á endann hvernig sem viðraði,
nema eins þeirra, sem hafði kærustuna hjá
sér. Hún stóð frívakt með honum. Ekki bar
á neinum þrengslum á veginum, ferðin
gekk stillt og rólega alla leið. Skammt
145