Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Side 149

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Side 149
Ferð á Alþingishátíðina á Þingvöllum 1930 undir. Sýslumerki Norður-Múlasýslu var að mig minnir hvítt hreindýr á bláum feldi, og þannig voru mörg merki sýslanna dýra- og táknmerki, sem virtust sum hver óskiljan- leg. En gallin var sá, að fæst af fólkinu þekkti merkin og varð svo lítil regla á því, hvernig gengið var undir þeim,enda mannfjöldinn svo þéttur að einu mátti gilda/ Þegar allir voru komnir að Lögbergi söng Þingvallakórinn: O Guð vors lands, en mannfjöldinn stóð berhöfðaður á meðan. Steig þá forsætisráðherra í ræðustólinn og setti hátíðina og bauð gestina velkomna með snjallri ræðu. Að henni endaðri laust manníjöldinn upp fagnaðarópi og bað konung lengi að lifa, og var hrópað nífalt húrra á eftir. Að lokinni ræðu forsætis- ráðherra söng Þingvallakórinn fyrri hluta hátíðaljóða Davíðs frá Fagraskógi. En því miður naut sá fagri söngur sín miður en skyldi. Gerði það hvað söngpallurinn var langt frá, einnig það að tjaldað hafði verið yfir hann, og svo var því líkast sem gjáveggirnir soguðu hljóðið í sig í stað þess að bergmála það. Meðan á söngnum stóð var heitt sólskin, en allt í einu heyrðist hljóð, sem yfirgnæfði sönginn og skugga bar yfir. Var það fyrsta flugvélin, sem sveif hægt yfir endilangri gjánni og hvarf inn yfir tjaldborgina og út á Þingvallavatn. En þær áttu eftir að koma fleiri, þar á meðal enska flugvélin, sem kom skömmu seinna. Var hún með tvöföldum vængjum, sem virtust taka út yfír gjábarmana, er hún flaug yfir, en ekki settist hún svo ég vissi til. Því næst steig konungur í ræðustólinn og kvaddi Alþingi til fundar. Gerði hann það með stuttri ræðu á íslensku og óskaði að þingstörfin mættu verða þjóðinni til farsældar. Þá hélt forseti sameinaðs þings, Ásgeir Ásgeirsson langa og kjamyrta ræðu. Var henni tekið með dynjandi lófataki af mannfjöldanum. Lýsti hann því næst þingfundi frestað til næsta dags. Að lokum var sunginn síðari hluti hátíðaljóðanna og þar á eftir var tveggja stunda matarhlé. Um klukkan þrjú var aftur gengið til Lögbergs og fluttu þá erlendu fulltrúarnir kveðjur sínar,hver á eftir öðrunr um 17 að tölu. Að Iokinni hverri ræðu var hrópað ferfalt húrra fyrir þeirri þjóð, sem fulltrúinn var frá, en þjóðarfáni þess ríkis dreginn á stöng á rneðan á ræðunni stóð. Miklum undrum sætti það, að eftir að Hakkíla, fulltrúi Finnlendinga, hafði talað á sínu óskiljanlega máli, fínnskunni, hélt hann ræðu á ágætri íslensku. Sama gerði og Mykines, fulltrúi Færeyja. En margir fulltrúanna höfðu lært að segja síðustu orðin á íslensku: Lengi lifi ísland. Sérstak- lega fannst mér mikið til um ræðu annars breska fulltrúans. Sagði hann að hátíð þessi væri merkur viðburður í stjórnmálasögu mannkynsins, því Alþingi Islendinga væri móðir þinganna í heiminum. Þá voru mjög hjartnæmar kveðjur vestur-íslensku fulltrú- anna. Var yfirleitt óblandin ánægja að hlusta á allar þessar ræður, enda þótt maður skyldi eigi hvert orð, sem þar var talað, því hrifningin og helgileikinn hjá sumum ræðumönnunum var svo mikill, að maður vissi að þeir sögðu eitthvað gott um okkur. Eftir að ræðumar höfðu staðið í nærfellt tvær stundir bað Björn Þórðarson lögmaður, sem stýrði athöfninni, mannljöldann að bíða og líta í austurátt. Gleymi ég aldrei þeirri stund. Það var einkennilegt að líta um öxl og sjá forvitnissvipinn, sem kom á andlit íjöldans. Menn sögðu hver við annan: Hvað er þetta sem á að verða? En varla höfðu þeir sleppt orðinu er feikna brestir og smellir heyrðust og lét bergmálið svo hátt í gjárveggjunum, að það var engu líkara en að gjáin mundi þá og þegar hrynja saman. Sló þá ótta á marga í mannþyrping- unni, svo ys og þys varð um alla gjána. Er 147
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.