Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2011, Page 13
Happadagur íslenskrar fornleifafræði?
að fölsun sjóðsins.“23 Kristín Sigurðardóttir
forvörður fór með hluta sjóðsins til Englands
til þess að láta rannsaka hann árið 1992 en
hvergi er getið nánar um niðurstöður þeirrar
rannsóknar í heimildum höfundar.
Þrátt fyrir að þessar vísbendingar og
vangaveltur manna um sjóðinn og uppruna
hans og hugsanlega fölsun er ekkert aðhafst
að neinu ráði til þess að komast að niður-
stöðu um hvort hann sé falsaður eða ekki
fyrr en Vilhjálmur Öm er ráðinn starfsmaður
Þjóðminjasafnsins og falið það verkefni af
þáverandi settum þjóðminjaverði, Guðmundi
Magnússyni, að sjá til þess að silfursjóðurinn
frá Miðhúsum yrði rannsakaður „til þess að
fá úr því skorið, svo sem kostur væri, hvort
sjóðurinn væri hreinn víkingaaldarsjóður
eða ekki.“24
Vegna þessa grunsemda fór fram rann-
sókn á efnasamsetningu silfursjóðsins og á
fundaraðstæðum árin 1993 -4 og að loknum
þeim athugunum þótti ástæða til þess að leita
til dr. James Graham-Campell, við Institute of
Archaeology í University College í London,
prófessors í fornleifafræði við Lundúna-
háskóla, með frekari rannsókn í huga og
gerði Vilhjálmur það að beiðni Guðmundar.
Það vekur athygli að í svari sínu til Þórarins
Eldjáms 1994, eftir að ritdeilan og ijölmiðla-
fárið er hafíð, segir Vilhjálmur: „[...] að Þór
Magnússyni var vel kunnugt um efasemdir um
silfrið þegar árið 1988. Þá þegar vissi hann
álit dr. James Graham-Cambells.“25 (leturbr.
höf). Vilhjálmur nefnir hvergi í svari sínu
þátt Else Roesdahl í þessu samhengi og ekki
útskýrir hann á neinn hátt hvemig dr. Gra-
ham-Campell hafði auðnast það að mynda
sér skoðun á aldri sjóðsins. Dr. Graham-
23 Héraðsdómur Reykjavíkur, 1997.
24 Héraðsdómur Reykjavíkur, 1997.
25 Vilhjálmur Öm Vilhjálmsson, 1994.
Campell getur þess hvergi sjálfur að hann
hafi haft einhver afskipti af sjóðnum áður
nema hvað í skýrslu sinni sem birtist í heilu
lagi í Morgunblaðinu segir hann: „Hlutirnir
í sjóðnum eru númeraðir (1-41) í samræmi
við skrána í útgáfu Þórs Magnússonar, þótt
no. 29 sé glataður (svo sem [Vilhjálmur]
Vilhjálmsson nefndi strax árið 1988).“26 og
skýrir hann athugun sína á sjóðnum aðeins
með þessum orðum:
I boði þjóðminjavarðar heimsótti ég Þjóðminja-
safn íslands dagana 30. maí til 6. júní, 1994,
til þess að athuga silfursjóðinn frá Miðhúsum
(1980), / kjölfar grunsemda dr. Vilhjálms Arnar
Vilhjálmssonar um að ekki vœri víst að allir
hlutirnir í sjóðnum vœru frá víkingatímanum,
eins ogfyrst hafði sýnst?1
Dr. Graham-Campell segir ekki frá því í niður-
stöðum sínum að hann hafi áður komist að
niðurstöðu um sjóðinn en hann tók sér aðeins
tvo daga í „nákvæma rannsókn“2i og öðrum
tveimur eyddi hann í samanburðarrannsóknir
á öðrum víkingasilfursjóði.29
Dregur til tíðinda
Dr. Graham-Campell kom til Islands í maí
1994 og framkvæmdi áðurnefnda rannsókn
á silfursjóðnum. Niðurstaða dr. Graham-
Campells um silfursjóðinn er svohljóðandi:
Þessi athugun á sjóðnum frá Miðhúsum leiðir í
ljós réttmætar efasemdir hvað varðar áreiðanleika
sumra hluta hans, jafnvel þótt flestir þeirra séu
frá víkingatíma, og bendir þannig til þess að
Þjóðminjasafnið hafi verið vísvitandi blekkt.
Það er niðurstaða mín að nútíma silfurmunum
og brotum i „víkingastíÞ hafi verið bætt við það
26 James Graham-Campell 1994.
27 James Graham-Campell 1994.
28 James Graham-Campell 1994.
29 James Graham-Campell 1994.