Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2011, Blaðsíða 25

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2011, Blaðsíða 25
Happadagur íslenskrar fornleifafræði? með bréfi, dags. 26. júní 1992, þar sem áréttað sé að stefndi hafi aldrei haldið nokkru fram um aðild manna að íolsun sjóðsins. Hinn 26. október 1992 hafi stefnda síðan borist bréf frá Kristínu Sigurðardóttur forverði, þar sem fram komi að hún hafi farið með hluti úr sjóðnum til Englands í því skyni að láta rannsaka þá. Stefndi hóf athuganir sínar á silfursjóðnum í byrjun árs 1993. Eftir að stefndi var ráðinn sem starfsmaður hjá Þjóðminjasafni íslands í aprílmánuði 1993 hafi honum verið falið af þáverandi þjóðminjaverði, Guðmundi Magnússyni, að hlutast til um frekari rannsóknir á silfursjóðnum frá Miðhúsum til þess að fá úr því skorið, svo sem kostur væri, hvort sjóðurinn væri hreinn víkingaaldarsjóður eða ekki. I þessu skyni hafi farið fram rannsóknir á eftiasamsetningu silfurmunanna frá Miðhúsum og fundaraðstæðum á árunum 1993 og 1994. Meðal annars hafi stefndi haft símasamband við stefnendur til að leita upplýsinga um aðstæður á fundarstað silfursins og biðja um jarðvegssýni frá fundarstaðnum. I því símtali hafi stefndi aldrei ámálgað aðild stefnenda að hugsanlegri folsun silfursjóðsins. Stuttu síðar hafi steíhdi fengið bréf undirritað af stefnendum þar sem þau lýsi aðstæðum við fundinn og greini frá öðrum fomleifafundi á sama stað, sem ekki hafði verið tilkynntur til Þjóðminjasafns. Þar sem stefnda hafi þótt viðbrögð stefnenda nokkuð einkennileg í tilefni af málaleitun hans hafi hann kannað nánar heimildir um fundinn. í viðtali við Auðunn H. Einarsson, fyrrum kennara í Eiðaskóla, hafi stefndi fengið þær upplýsingar að Halldór faðir Hlyns hafi sótt námskeið í málmsmíði á Norðurlöndum og hafi hann hlutast til um að fengin vom tæki til málmsmíða til skólans. Hafi þau tæki ekki verið til staðar í skólanum er Auðunn kom þar síðar, en þá hafði Halldór látið af störfum þar. Fram komi í ritinu Kennaratal á íslandi, bls. 16, útgefíð í Reykjavík 1987 að Halldórhafi sótt námskeið í málmsmíði í Svíþjóð á árinu 1964 og í afmælisriti skólans, er Halldór sótti, komi fram að þar hafi verið kenndar aðferðir við silfur- og koparsmíði. Eftir greindar athuganir hafi þótt ástæða til að fara fram á frekari athuganir á silfursjóðnum og hafi verið leitað til Campells, prófessors í fomleifafræði við Lundúnaháskóla. Hafi þáverandi þjóðminjavörður falið steftida að senda Campell beiðni þar að lútandi og greina honurn frá þeim atriðum, sem þar höfðu komið fram við athuganir stefnda á sjóðnum og fundi hans. Stefndi hafi þá ritað bréf það, sem hafi að geyma þau ummæli er stefnendur telji að feli í sér ærumeiðingar í sinn garð. Stefndi hafi gert tvær skýrslur um athuganir sínar í tengslum við umræddan silfursjóð og afhent menntamálaráðuneyti og þjóðminjaverði þær ásamt gögnum sem trúnaðarskjöl, auk þess sem Þjóðminjaráð hafi fengið afhenta seinni skýrslu stefnda um málið. Campell hafi komið hingað til lands í maí 1994 og framkvæmt stílfræðilega rannsókn á silfursjóðnum og hafi niðurstaða hans verið á þann veg að skynsamlegur vafi léki á aldri sjóðsins og taldi hann að nokkur hluti hans væri frá nútíma. Mæltist Campell til að frekari rannsóknir yrðu gerðar á sjóðnum. Mikil ijölmiðlaumræða hafi farið fram í kjölfar álits Campells. Hvergi í þeirri umræðu hafi verið haldið frant sekt stefnenda varðandi hugsanlega fölsun sjóðsins, nema í blaðagrein þar sem Hlynur Halldórsson lýsi því yfir að hann túlki umræðuna sem ásökun um fölsun í sinn garð. Stefndi hafi ekki tekið þátt í þeirri ijölmiðlaumfjöllun að öðru leyti en því að hann hafi ritað grein í Morgunblaðið er birtist 8. júlí 1994 og hafi svarað nokkrum spumingum fréttamanns Bylgjunnar þann sama dag. Vegna tilmæla menntamálaráðuneytisins hafi Þjóðminjaráð hlutast til um frekari rannsókn á silfursjóðnum og hafi verið leitað til þjóðminjasafns Dana um þá rannsókn. Niðurstaða þeirrar rannsóknar hafi verið á þá leið að líklegt verði að telja að í sjóðnum gæti handverkstækni sem sé yngri en sú tækni sem einkennir meginhluta sjóðsins. Telja verði sennilegt að núverandi samsetning sjóðsins sé ekki hin upprunalega. I kjölfar þessarar niðurstöðu hafi fjölmiðlaumræða um málið hafist að nýju og hafi m.a. verið birt frétt í DV þar sem stefnendur hafi tilgreint þá aðila sem, að þeirra áliti, höfðu haft í frammi æru- meiðingar í þeirra garð. Stefndi byggir sýknukröfu sína á því að hin umstefndu ummæli varði ekki við ákvæði XXV. kafla hegningarlaga nr. 19/1940. Stefndi hafi ritað umgetið bréf, sem starfsmaður Þjóðminjasafns Islands, að fyrirmælum yfir- boðara síns. Hann hafi talið sér rétt og skylt að greina frá þeim atriðum er fram hafi verið komin við athuganir á silfursjóðnum frá Miðhúsum og fundi hans vegna vafans sem upp væri kominn urn aldur sjóðsins. Hafi verið um að ræða athugasemdir stefnda, sem settar hafi verið fram sem fræðileg umljöllun, í bréfi til vísinda- manns á sama sviði sem leitað hafi verið til í því skyni að fá álit hans um aldur sjóðsins. Ummælum í stefnu í þá átt að tilgangur stefnda hafi verið að hafa áhrif á niðurstöðu Campells er vísað á bug sem tilhæfulausum. Hverjum vísindamanni verður að ætla þá ábyrgð að geta tekið sjálfstæða afstöðu til álitaefnis á sínu fræðisviði, þótt honum hafi verið kynntar rannsóknir, athuganir og vangaveltur annarra fræðimanna um sama álitamál. 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.