Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2011, Page 26

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2011, Page 26
Múlaþing Ábendingar stefnda er snerti stefnendur korni einungis fram í greindu bréfi, sem ekki hafi verið afhent öðrum en menntamálaráðuneyti og þjóðminjaverði, sem trúnaðarmál, sem síðar hafi verið gert opinbert gegn vilja stefnda. I ummælunum felist alls ekki ásakanir eða staðhæfingar um ámælisverða háttsemi stefnenda í tengslum við fund silfúrsjóðsins, heldur eingöngu ábendingar unt fræðilega möguleika á því að svo hafi getað verið. Telur stefndi ótvírætt að fræðimönnum sé tryggður sá réttur í 73. gr. stjómarskrár Lýðveldisins íslands nr. 33/1944 og Mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. 10. gr. laga nr. 62/1994 að varpa fram hugsanlegum mögu- leikum er snerti álitaefni á þeirra fræðisviði á réttum vettvangi. Ummæli stefhda í bréfinu greini frá einstökum staðreyndum er hann hafði komist að við athuganir sínar, túlkanir hans á þeim staðreyndum og skoðanir á því sem fram hafi verið kornið. Snúist athugasemdir stefnda í téðu bréfi aðeins að hluta til um atriði er snerti finnendur sjóðsins enda sé stefnandi að gera almenna grein fyrir þeim vafa, sem upp hafi verið kominn um eðli sjóðsins. Sá möguleiki að finnandi fomminja hafí hag- rætt eða átt að öðru leyti við fornleifafund sé aðeins einn möguleiki af mörgum sem fomleifafræðingar líti til þegar slíkur vafi sé fyrir hendi. Um tilefni og innihald einstakra ummæla: A. Hér sé um að ræða skoðun stefnda sem einkum hafi verið sprottin af ummælum Eddu Bjömsdóttur í símtali við stefnda hinn 15. febrúar 1994, þar sem hún hafí kveðið silfurfúnd á íslandi að mati Kristjáns Eldjáms ekki vera sérlega merkilegan. Hafí stefnda þótt þessi fullyrðing með ólíkindum. B. Hér sé stefndi aðeins að lýsa þeirri staðreynd að hann hafí aldrei nefnt í fyrrgreindu símtali aðild stefnanda að folsun silfursjóðsins en óvéfengjanlegt sé að stefnendur nefni þann möguleika í bréfi sínu. C. Hér sé stefndi að lýsa viðbrögðum Eddu Bjömsdóttur í sama símtali við athugasemd stefnda um möguleika á aldursgreiningu umræddra beina og feli ummælin ekki annað og meira í sér en upplifún stefnda á við- brögðum Eddu. D. Hér setji stefndi fram álit sitt á ummælum stefnenda í bréfinu frá 15. febrúar 1994. E. í þessum ummælum lýsir stefndi þeirri skoðun sinni að stefnendur reyni í viðtalinu að gera sem minnst úr smíðakunnáttu Hlyns á sviði málmsmíða. I ummælunum felist mat stefnda á framkomu stefnenda í umræddu sjónvarpsviðtali. F. Hér sé um að ræða frásögn stefnda á ummælum Eddu Bjömsdóttur í margnefndu símtali, sem stefnda hafi þótt á skjön við ummæli í blöðum í framhaldi af fundi silfursjóðsins og um það hve lengi hafi verið beðið með að tilkynna silfurfundinn. í lok umstefndra ummæla sé greint frá þeirri einstæðu tilviljun að Kristján Eldjám hafi verið á þeim tíma staddur á Egilsstöðum. G. Stefndi geri hér grein fyrir því sem ráða megi af ummælum stefnenda sjálfra í ijölmiðlum á dskj. nr. 30 - 32 um smíðakunnáttu Hlyns. H. Þessi ummæli byggist á samtali stefnda við samkennara Halldórs, Auðunn H. Einarsson, og athuganir stefnda um nám Halldórs á sviði málmsmíði. Stefndi varpar fram í lok ummælanna hvort umrædd smíðatæki geti verið í notkun á Miðhúsum. Öll ofangreind ummæli stefnda séu sett ffam í góðri trú í fræðilegri umijöllun sem verði að túlka í ljósi þess vafa um eðli silfúrsjóðsins sem var til rannsóknar. Engar staðhæfingar felist í ummælunum um sviksamlega háttsemi stefnanda í tilefni af fundi silfursjóðsins heldur, eðli málsins samkvæmt, sé um að ræða fræðilegar vangaveltur um óútkljáð mál. Með hliðsjón af framangreindu tileíni, tilgangi, framsetningu og dreifmgu ummælanna sé á því byggt að umstefnd ummæli falli utan vébanda ákvæða hegningarlaga um ærumeiðingar og beri því að sýkna stefnda af öllum kröfum stefnenda í máli þessu. Verði litið svo á að einhver umstefndra ummæla feli í sér ærumeiðingar gagnvart stefnendum er á það bent að ummælin hafi einungis verið viðhöfð í bréfi til Campells, sem að auki hafi aðeins verið afhent dóms- málaráðuneyti (sic) og þjóðminjaverði sem trúnaðarmál. Sú fjölmiðlaumræða, sem stefnendur telja að hafi falið í sér aðdróttanir í þeirra garð, hafi farið fram áður en leynd hafi verið aflétt af bréfi stefnda og höfðu ummæli hans því engin áhrif á þá ijölmiðlaumfjöllun. Geta því ummæli stefnda í greindu bréfi ekki ein og sér hafa valdið þeim miska. Beri því að hafna kröfu þeirra um miskabætur eða í öllu falli hafa mið af því að stefndi beri ekki ábyrgð á opinberun og dreifingu ummælanna umfram það sem áður greinir og ber fráleitt 24
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.