Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2011, Síða 27

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2011, Síða 27
Happadagur íslenskrar fornleifafræði? ábyrgð á niðurstöðu Carapells, sem hafi verið tilefni þeirrar ijölmiðlaumræðu sem stefnendur telja að hafi meitt æru sína. Engar líkur séu leiddar að því af hálfu stefnenda að ummæli stefnda í bréfinu til Campells hafi bakað þeim ijártjón og sé tekið undir athugasemdir meðstefnda um það efni í greinargerð hans. Beri því að sýkna stefnda af íjártjónskröfu stefnenda. Stefndi telur kröfur stefnenda um kostnað fyrir birtingu dómsniðurstöðu í fjölmiðlum fymda. A því er byggt að umstefnd ummæli geti í öllu fallið ekki varðað við önnur ákvæði hegningarlaga en 234. eða 235. gr., eða að dæmd refsing, ef á annað borð hefði til hennar komið, færi ekki fram úr sektum. Umdeilt bréf stefnda hafi verið ritað 27. febrúar 1994, eða meira en tveimur árum áður en mál stefnenda var höfðað. Stefnendum hafi í öllu falii verið kunnugt um ummæli stefnda hinn 28. júní 1995, eða um 9 mánuðum fyrir málshöfðun, sbr. frétt í sjónvarpinu þann dag. Verði kröfu samkvæmt 2. mgr. 241. gr. hegningarlaga nr. 19/1940 því ekki komið fram skv. 1. mgr. 29. gr. og 1. tl. 1. mgr. 81. gr., sbr. 6. mgr. 82. gr. nefndra laga. Þá verði að telja kröfu um birtingu dóms í ijölmiðlum vegna ummæla í bréfí, sem enga dreifmgu hafi fengið fyrir tilstilli stefnda, afar óeðlilega og ósanngjama. Krafa urn málskostnað er byggð á 130. gr. laga nr. 91 /1991 en krafa um virðisaukaskatt af málflutningsþóknun er reist á lögum nr. 50/1988, en stefnda beri nauðsyn á að fá stefnendur dæmda til greiðslu skattsins, þar sem hann sé ekki virðisaukaskattskyldur. IV. Málsástæður og lagarök stefnda Þjóðminjasafns íslands. Af hálfu stefnda Þjóðminjasafns Islands er m.a. tekið fram um málavexti að þegar stefndi Vilhjálmur hafi kornið til starfa við Þjóðminjasafnið á árinu 1993 hafí Þór Magnússon þjóðminjavörður verið í leyfí en settur þjóðminjavörður hafí verið Guðmundur Magnússon. Vilhjálmur hafí fljótlega tjáð Guðmundi að hann hefði efasemdir um aldur sjóðsins og hafí verið ákveðið að í kyrrþey yrði unnið að forrannsókn á aldri hans. Var m.a. hlutast til um að Iðntæknistofnun Islands gerði á sjóðnum efnagreiningar. Síðla árs 1993 eða snemma árs 1994 hafí verið ákveðið að leitað yrði til dr. James Graham Campell við InstituteofArchaeology í University College í London um rannsókn á sjóðnum. Mun dr.Graham Campell vera talinn einn af fremstu fræðimönn- um á sviði rannsókna á víkingaaldarmunum, þ.e. stílgerð þeirra og formi, og hafi allmargir Islendingar m.a. verið nemendur hans. Stefnda Vilhjálmi hafi verið falið að annast samskipti við dr. Graham Campell og hafí hann ritað bréfið, dags. 27. febrúar 1994, sem stefnendur segja ástæðu málssóknar sinnar. Bréf þetta hafí verið þáttur í samskiptum við hinn erlenda fræðimann, en Vilhjálmi hafði ekki verið falið sérstaklega að rita það. Sé ekki heldur tíðkað að sérfræðingar við Þjóðminjasafnið sýni yfirmanni sínum bréf sem rituð séu í tengslum við vísindaleg verkefni sem þeir vinni að við safnið. Hafi bréfið verið ritað á bréfhaus Þjóðminja- safns Islands en Guðmundur Magnússon, þáverandi þjóðminjavörður, minnist þess ekki að bréfið hafi verið borið undir hann og sé hann þess fullviss að hann hafi ekki að neinu lagt til efni í bréfið eða orðalag þess. Um einstaka kröfuliði. 1. Ómerkingarkröfur. Stefndi Þjóðminjasafh íslands leiði hjá sér ómerkingarkröfur stefnenda svo og einstök ummæli stefnda Vilhjálms í fyrrgreindu bréfi og heldur hvorki uppi vömum gegn ómerkingarkröfum né tekur afstöðu til einstakra ummæla. En eins og rökstutt sé varðandi frávísunarþátt málsins mótmælir stefndi Þjóðminjasafn íslands að umstefnd ummæli teljist ummæli þess sem stofnunar. 2. ICrafa um Ijártjóns- og miskabætur. Lagagmndvelli kröfu um fébætur til stefnenda sýnist svo lýst í stefnu að ákvæði XXV. kafla alm. hegningarlaga nr. 19/1940 eigi við að því er varðar kröfu um greiðslu kr. 200.000 til að standast kostnað á birtingu dóms í opinberum blöðum, saknæmisregla skaðabótaréttar og reglur skaða- bótaréttar um húsbóndaábyrgð (vinnuveitendaábyrgð) að því er varðar Ijártjónskröfur, en 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 að því er varðar miskabótakröfu. Engin þessara lagareglna veldur því að stefndi Þjóðminjasafn Islands verði fundið greiðsluskylt. Krafa um greiðslu birtingarkostnaðar. Reglur XXV. kafla laga nr. 19/1940 séu refsiákvæði og dómsmálið að því leyti refsimál þótt höfðað sé af einkaaðilum. Stofnun verður ekki dæmd til refsingar samkvæmt ákvæðum XXV. kafla. Séu og í stefnu engar sönnur færðar fyrir því að hin umstefndu ummæli hafi talist viðhöfð á vegum stefnda Þjóðminjasafns Islands. Leiði þetta til þess að Þjóðminjasafn Islands yrði sýknað af ásökunum um brot gegn ákvæðum kaflans og sé þá brostin heimild samkvæmt 2. mgr. 241. gr. laga nr. 19/1940 til þess að dæma safnið til greiðslu kostnaðar af birtingu dóms. 25
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.