Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2011, Page 33

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2011, Page 33
Happadagur íslenskrar fornleifafræði? Der kan naturligvis fremlægges en række spekulationer omkring ársagen til ovennævnte forhold, som de gennemforte analyser imidlertid ikke kan bidrage til en afklaring af. En mulighed kan være, at skatten er fundet pá et tidligre tidspunkt end registreret, og der herefter er foretaget eksperimenter med omsmeltning og forarbejdning solvet. Herefter er genstandene atter blevet nedgravet. Ring no. 3 kan være resultatet af dette. Det er sandsynligt, at tráden i ring no. 3 er forarbejdet af en person med et kendskab til solvsmedeteknologi. Alyktarorð [samin af Lars Jörgensen safnverði] Eftirfarandi verður ályktað að lokinni greiningu: Málmblendið í hinum greindu hlutum sýnir að þeir eru gerðir úr silfri sem er að samsetningu sams konar málmblendi og er í óvéfengjanlegu víkingaaldarsilfri, samanber «principal component» greininguna og við- hengi 1. Ekki hefur því komið í ljós málmblendi sem bendir til að notaðar hafi verið nútímagerðir þess. 1 greiningunni sem kennd er við «principal component» skilur nútímasilfúr sig skýrt frá flokknum sem í eru íslenska silfrið og samanburðarsilfur frá víkingatímum og miðöldum, bæði frá Danmörku og Noregi. I þessu sambandi skal lögð áhersla á að eftirfarandi athugasemd J.G.-C. [James Graham-Campbells] (skýrsla hans. s. 4): «The silver samples from rings nos 3 and 5-... display the same low copper content, with an absence of zinc, consistent with modem sterling silver» getur ekki haft almennt gildi. Greining m.a. á arabískri silfurmynt frá 9. og 10. öld leiðir þannig í ljós að til eru myntir án sinks (sbr. McKerrell & Stevenson: Some Analyses of Anglo-Saxon andAssociated Oriental Silver Coinage,- s. 209. tafla V). Vöntun sinks má því ekki líta á sem vott þess að silfrið sé frá nútíma. A sama hátt má benda á að innihald Cu [kopars] í óvéfengdu víkingaaldar- silfri (og Miðhúsasilfri) getur haft jafnlágt gildi (2-5%) og nútímasilfur, samanber t.d. skýrslu Vilhjálms Amar Vilhjálmssonar, s. 4 (greiningu F) og s. 6 (sýni 3) um 500 króna silfurpening þar sem Cu hefur mælst 4,6% og 5,97% og ennfremur viðhengi 2 (NM[Nationalmuseet] C 4417).. Ennfremur sýnir rannsókn formgerðar að heildarsamsetning sjóðsins er þeirrar gerðar sem er einkennandi fyrir Vestur-Skandinavíu, einkum Noreg. Þetta gildir þannig um hina umræddu hringa nr. 1 og 2 sem báðir eiga sér hliðstæður í norskum sjóðum. Undantekning frá þessu er þó hringur nr. 3. Rannsókn á smíðatækni sýnir að næstum allir hlutimir eru líklega gerðir í samræmi við þá tækni sem þekkt er frá víkingatímum. Eina undantekningin frá því er hringur nr. 3, þræðimir í honum eru að öllum líkindum dregnir í nútímadraglöð („i et modeme trækjem“). Sé td borið saman við dregna þráðinn í litla hringnum sem er festur við nr. 4, sést að þráðurinn í nr. 3 er auðsæilega gerður með allt annarri tækni sem ekki verður sýnt fram á að sé að hætti víkingaaldar. Á hinn bóginn sýnir málmgreiningin að silfrið í hring nr. 3 er frá víkingatímum. Þetta síðastnefnda hefur því miður í fór með sér að líklegt verður að telja að í sjóðnum gæti handverkstækni sem eryngri [en sú tækni semeinkennir meginhlutasjóðsins]. Það verðurþví að teljast sennilegt að núverandi samsetning sjóðsins sé ekki hin upprunalega. Auðvitað má setja fram ýmsar getgátur um hvað valdi framangreindri samsetningu sjóðsins. Verið gæti að sjóðurinn hefði fundist einhvem tíma áður en heimildir greina og eftir það hefðu verið gerðar tilraunir með að bræða silfrið og smíða úr því. Síðan hefðu hlutimir verið grafnir að nýju. Hringur nr. 3 kynni að hafa orðið til með þessu móti. Líklegt er að þráðurinn í hring nr. 3 sé gerður af manni með þekkingu á silfursmíði. 31
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.