Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2011, Blaðsíða 49
Ýmislegt um afréttarmál í Útmannasveit
Forvitnilegt er einnig að bera saman ijár-
ljölda á síðustu öld við það sem var á þessari
næst síðustu. Hann virðist hafa sveiflast frá
íjórum að sex þúsundum og lendir svo alveg
niður fyrir þrjú þúsund 1984. Þá eru 2.917
kindur á fóðrum, en sjö árum áður voru þær
5.917. Þá fór saman mikið harðæri og að
margir bændur voru að hætta.
Eftir ijárskiptin sem urðu 1990 hefur fjár-
ijöldinn ekki náð þremur þúsundum. Mun
vera um hálft þriðja þúsund nú á 9 búum.
Aður fyrr hafa búin verið allt að ijórfalt fleiri.
Aðrar skráðar heimildir um afréttar-
málefni og áiyktanir mínar
Það er ótrúlega lítið skráð um ijallskil í aðrar
bækur Hjaltastaðarhrepps frá 19. öld. Árin
1893 og 1894 kemur þó ffam, í athugasemdum
endurskoðanda reikninga sveitarsjóðs, að láðst
hafí að færa gangnasektir til tekna eða í eftir-
stöðvar. Þetta litla dæmi sýnir að reynt hefur
verið að halda skikki á þessum málaflokki,
þó kannski hafí oddviti sýnt einhverja linkind
við innheimtu sekta.
I sömu hreppsbók kemur fram, að 1. jan.
1894 hefur tekið gildi reglugerð nr. 102 um
kostnað við ijallskil og refaveiðar, byggð á
lögum nr. 14 frá 22/3 1890. Mér þykir rétt að
taka hér upp 2.gr. hennar, hún hljóðar svo:
„ Það skal heita afréttarlandsem búsmala
er eigi haldið í á sumrum.
Skal í hverri sveit aðgreina afréttarlönd
og heimalönd, og ákveða takmörk á milli.
Til þess skulu bændur kjósa þrjá kunnuga
hreppsmenn. Skulu þau takmörk gilda, er
þeir ákveða. Rjett er að kjósa til þessa 3
menn á tveimur eða fleiri stöðum í víðlendum
hreppum. Ef2/3 hlutaðeigandi búenda sveit-
arinnar eru óánœgðir með úrskurði þessara
þnggja manna, mega þeir skjóta máli sínu tii
hreppsnefndarinnar. Vilji hreppsnefndin enga
breytingu gjöra, hafa þeir rétt til að skjóta
því til sýslunefndarinnar, og skal úrskurður
hennar vera fullnaðarúrskurður. “
Brœðurnir Erlendur og Þorsteinn Steinþórssynir búnir
að handsama þrjóskan lambhrút. Ljósmynd: Steinunn
Asmundsdöttir.
Margt bendir til að þessi fyrirmæli hafl
aldrei verið virt og vakna ýmsar spumingar
við lestur greinarinnar. Vom nefndimar aldrei
skipaðar eða náðu þær engum sáttum um hvar
mörk milli heimalanda (búfjárhaga) skyldi
draga? Um þetta starf eða starfsleysi fmn
ég engar heimildir. Hitt veit ég að á áttunda
áratug síðustu aldar var sýslumönnum falið
að skrá þessi mörk, en afitur mun efitirfylgni
hafa brugðist við að koma skráningu í fram-
kvæmd. Þetta er mér kunnugt, þar sem ég var
búinn að að skrá nokkra minnispunkta sem
oddviti, á þessum tíma samkvæmt bréflegri
ósk eða fýrirmælum sýslumannsins á Seyðis-
fírði, en efitir því var aldrei gengið að verkinu
væri lokið.
Mér þykir greinin samt afar merkileg, þar
eð hún staðfestir að í vitund þings og þjóðar
47