Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2011, Side 52

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2011, Side 52
Múlaþing þó nokkur hluti af arðinum og því var ekkert til sparað í svita og hávaða að ná ánum til réttar og rýingar. Eg man vel einar tvær Hraundalsgöngur sem ég tók þátt í á þessum árstíma. Einnig man ég glöggt hugljúfar vökunætur við að rýja fé í réttum og láta æmar lembga sig. Svo var þeyst milli rétta í dýrð sumamæturinnar. Því hver og einn reyndi að ná ull af sínu fé hvar sem það komst undir mannahendur. Þegar loks var snúið heim á leið var jarmurinn búinn að festast svo í hlustum manns að hann íylgdi okkur heim og allt inní draumalandið, þegar komið var langt fram á dag. Víkjum þá að haustinu. Lengi vel var 1. ganga gengin mánudaginn eftir 22. sumar- helgi, mun það hafa gilt fram yfir miðja síðustu öld. Ekki finn ég eldri heimild en frá 5. sept. 1905 fyrir því, að út hafi verið gefhir göngu- seðlar í Hjaltastaðahreppi. Trúlega hafa þau mál verið í svo föstum skorðum hefðarinnar að ekki gerðist þörf á bókunum þar um. 8. sept. 1907 er skráð í hreppsbók, að ákveðnar séu löggöngur, 4 mánudaga í röð, 23. sept. til 14. okt. Eftir að ég man eftir, var þó aldrei talað um nema þrjár löggöngur; fyrstu, aðra og þriðju. Á seinni hluta aldarinnar var þeim fækkað í tvær, en bæði fyrr og síðar voru famar eftir- leitir, ef tilefni þóttu til. Til gamans set ég hér fáeinar kostnaðar- tölur, sem sýna misjafhar áherslur á mála- flokka. I hreppsreikningi fyrir árið 1918 — 19 er kostnaður við fjallskil 0 krónur. Þá hefúr öllum kostnaði verið jafnað beint á bændur en við refaveiðar 329,- kr. Aftur rakst ég á merkilega heimild í hreppsreikningi 1923 - 24 að greiddar vom kr. 16, - úr sveitar- sjóði vegna fjallskila, en refaveiðikostnaður hafði lækkað í kr. 110,75, en þá var kostnaður við bamafræðslu kr. 290,- Eignarréttur afréttarlands I sóknarlýsingu sr. Jóns Guðmundssonar á Hjaltastað, sem dagsett er 31. des. 1842, em afféttimar taldar í eigu aðliggjandi jarða nema Hraundalur sunnan ár er sagður almenningur. Þó á þetta ekki beinlínis við um Kirkjutungur, sem em sagðar eign Hjaltastaðakirkju, en land jarðarinnar Hjaltastaðar, nú Svínafells, nær að öðm leiti bara að afréttarmörkum, þ.e.a.s. að Hrísá þar sem hún beygir til norðurs út með Yxnisfelli (í daglegu tali Exnisfell) neðan við Vörðubrekku. Hraundalur norðan ár ásamt með Stangarár- fjalli er sagður tilheyra Sandbrekku í sókn- arlýsingunni. Sá eignarréttur hefur verið véfengdur. Einnig er þess að geta, að 28. júní 1981 þegar samkomulag var gert um skiptingu heimalands Hjaltastaðar á milli móðurjarðar- innar og hjáleiganna eða nýbýlanna Grænu- hlíðar og Svínafells, gerði hreppsnefndin svo- hljóðandi bókun: „ ...hreppsnefndin mælir með því að þinglýst verði mörkum á milli Hjaltastaðar og Svínafells og ráði Staðará þeirri línu alfarið. Afréttarlandþað, sem er innan þinglýstra landamerkja Hjaltastaðar telur hreppsnefnd að verði að skoðast, sem sameiginleg afrétt sveitarinnar, og helgast það af notkun landsins sem slíks, svo langt aftur sem menn muna. “ Einnig má geta þess að í svokölluðu brauðamati, sem gert var samkvæmt sam- þykkt prestastefnu 1853 kemur fram, að afréttarlandið „Hraundalur jýrir framan Bjarglandsá með Kirkjutungum “ er talið sem ítök eða hlunnindi fyrir Hjaltastaðakirkju. Hitt vekur nokkra furðu að afréttarlands er hvergi getið í allmörgum máldögum fyrir kirkjuna sem prentaðir em í Islensku fombréfasafni, bindi I - XV (elsti frá 1367). Loks er þess að geta að í Sóknarlýsingunni frá 1842 er hún sögð eiga selstöðu á utan- verðum Hraundal, sem ég álít út frá mál- venjum hér að þýði utan við Hraundalsá. 50
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.