Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2011, Blaðsíða 83
Lögmannshraun - þingstaður eða þúfnakollar?
geyma söguna og kíma dulúðugar við nýjum
kynslóðum. Islendingar ættu að veita sér þá
rausn að rannsaka betur fomar mannvistar-
leifar, sem virðast við hvert fótmál ef vel er
að gáð. Þessar menjar geyma merka sögu um
þjóð sem braut sér leið til vaxtar og þroska og
þúfumar gætu svarað okkur mörgum brenn-
andi spumingum. Þannig gætum við aukið við
sagnfræðina og auðgað menningararf okkar
til mikilla muna í stað þess að geta í eyður.
Nýjustu fornleifarannsóknir eru smám
saman að breyta Islandssögunni sem mín
kynslóð lærði af bókum, sbr. nýlegan uppgröft
á Alþingisreitnum í Reykjavík þar sem í ljós
kom að búseta á Islandi hefur líklega hafist
mun fyrr en áður var talið.28 Þessar rann-
sóknir eru góðra gjalda verðar, en betur má
gera. íslandssagan sem ég lærði var ótrúlega
metnaðarfullt rit, byggð á vitneskju sem þá lá
fyrir um lifnaðarhætti f'yrr á öldum. Samt er
hún götótt hvað varðar fýrstu skeið búsetunnar
í landinu þar sem nær eingöngu er stuðst við
texta gömlu skinnhandritanna sem ég tel að
við skiljum ekki til fullnustu ennþá, heldur
lesum flest eins og hverjar aðrar sögur af
veraldlegum atburðum og valdabrölti. Eg hef
hinsvegar grun um að þær bendi á hluti sem
okkur er enn fyrirmunað að skilja til fulls,
sem varða fornar trúarhefðir, og þjóðhætti
þess tíma í víðasta skilningi. Þessi göt verða
ekki fyllt nema rannsaka með skipulögðum
hætti þær minjar sem bíða þögular um allt
land eftir því að fylla í heildarmyndina.
Að framansögðu varpa ég fram þeirri til-
gátu að örnefnið Lögmannshraun kunni að
vísa til þinglegra athafna sem viðhafðar voru
28 Samkvæmt skýrslu Völu Garðarsdóttur doktorsnema í fom-
leifafræði, „Frá upphafi landnáms í Reykjavík. Saga án sögu“,
gefa fornleifar, sem komu í ljós við uppgröft á Alþingisreitnum
svokallaða, árin 2008 til 2010, til kynna að á miðbæjarsvæði
Reykjavíkur hafi verið búseta allt frá árinu 850 og ljóst að
landnámið hefur verið umfangsmeira og margbrotnara en sögumar
gefa í skyn.
á þessum stað fyrir ævalöngu og nafnið hafí
lifað gegnum aldirnar eins og ótalmörg önnur
í landinu án þess að tilurð þeirra sé lengur
kunn. Ég viðra einnig þann möguleika að
landnámsbýlið geti hafa verið þar sem ég
lýsti staðháttum hér að framan.
Vonandi kemur til þess að svipta megi
hulunni af dulúð fortíðarinnar og betri vitn-
eskja fáist um þróun byggðar og menningar
frá landnámi.
Fleiri mannvistarleifar sem hvergi eru
skráðar hef ég rekist á síðan ég kom að
Kirkjubæ fyrir tíu árum. Það sýnir að landið
okkar er ríkara af aðgengilegum sagnfræði-
upplýsingum um menningu fyrri alda en okkur
gmnar og lýk ég þar með umfjöllun minni og
bið lesendur vel að njóta.
Þakkir
Að síðustu vil ég koma á framfæri þökkum til
þeirra fjölmörgu sem veittu mér gagnlegar upp-
lýsingar við samningu þessarar greinar en sérstakar
þakkir fá eftirtaldir einstaklingar:
Ingunn Snædal og Hrafnkell Lárusson fyrir
yfirlestur og þarfar ábendingar varðandi málfar
og framsetningu.
Arndís Þorvaldsdóttir hjá Héraðsskjalasafni
Austfirðinga fyrir góða hjálp við heimildaleit og
ýmsa aðstoð.
Skúli Þorvaldsson hjá Loftmyndum ehf. fyrir
greiðvikni og veittan aðgang að loftmyndum fyrir-
tækisins.
Alfgerður Malmquist Baldursdóttir fyrir ljós-
myndun og aðstoð í tölvutækni.
81