Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2011, Side 83

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2011, Side 83
Lögmannshraun - þingstaður eða þúfnakollar? geyma söguna og kíma dulúðugar við nýjum kynslóðum. Islendingar ættu að veita sér þá rausn að rannsaka betur fomar mannvistar- leifar, sem virðast við hvert fótmál ef vel er að gáð. Þessar menjar geyma merka sögu um þjóð sem braut sér leið til vaxtar og þroska og þúfumar gætu svarað okkur mörgum brenn- andi spumingum. Þannig gætum við aukið við sagnfræðina og auðgað menningararf okkar til mikilla muna í stað þess að geta í eyður. Nýjustu fornleifarannsóknir eru smám saman að breyta Islandssögunni sem mín kynslóð lærði af bókum, sbr. nýlegan uppgröft á Alþingisreitnum í Reykjavík þar sem í ljós kom að búseta á Islandi hefur líklega hafist mun fyrr en áður var talið.28 Þessar rann- sóknir eru góðra gjalda verðar, en betur má gera. íslandssagan sem ég lærði var ótrúlega metnaðarfullt rit, byggð á vitneskju sem þá lá fyrir um lifnaðarhætti f'yrr á öldum. Samt er hún götótt hvað varðar fýrstu skeið búsetunnar í landinu þar sem nær eingöngu er stuðst við texta gömlu skinnhandritanna sem ég tel að við skiljum ekki til fullnustu ennþá, heldur lesum flest eins og hverjar aðrar sögur af veraldlegum atburðum og valdabrölti. Eg hef hinsvegar grun um að þær bendi á hluti sem okkur er enn fyrirmunað að skilja til fulls, sem varða fornar trúarhefðir, og þjóðhætti þess tíma í víðasta skilningi. Þessi göt verða ekki fyllt nema rannsaka með skipulögðum hætti þær minjar sem bíða þögular um allt land eftir því að fylla í heildarmyndina. Að framansögðu varpa ég fram þeirri til- gátu að örnefnið Lögmannshraun kunni að vísa til þinglegra athafna sem viðhafðar voru 28 Samkvæmt skýrslu Völu Garðarsdóttur doktorsnema í fom- leifafræði, „Frá upphafi landnáms í Reykjavík. Saga án sögu“, gefa fornleifar, sem komu í ljós við uppgröft á Alþingisreitnum svokallaða, árin 2008 til 2010, til kynna að á miðbæjarsvæði Reykjavíkur hafi verið búseta allt frá árinu 850 og ljóst að landnámið hefur verið umfangsmeira og margbrotnara en sögumar gefa í skyn. á þessum stað fyrir ævalöngu og nafnið hafí lifað gegnum aldirnar eins og ótalmörg önnur í landinu án þess að tilurð þeirra sé lengur kunn. Ég viðra einnig þann möguleika að landnámsbýlið geti hafa verið þar sem ég lýsti staðháttum hér að framan. Vonandi kemur til þess að svipta megi hulunni af dulúð fortíðarinnar og betri vitn- eskja fáist um þróun byggðar og menningar frá landnámi. Fleiri mannvistarleifar sem hvergi eru skráðar hef ég rekist á síðan ég kom að Kirkjubæ fyrir tíu árum. Það sýnir að landið okkar er ríkara af aðgengilegum sagnfræði- upplýsingum um menningu fyrri alda en okkur gmnar og lýk ég þar með umfjöllun minni og bið lesendur vel að njóta. Þakkir Að síðustu vil ég koma á framfæri þökkum til þeirra fjölmörgu sem veittu mér gagnlegar upp- lýsingar við samningu þessarar greinar en sérstakar þakkir fá eftirtaldir einstaklingar: Ingunn Snædal og Hrafnkell Lárusson fyrir yfirlestur og þarfar ábendingar varðandi málfar og framsetningu. Arndís Þorvaldsdóttir hjá Héraðsskjalasafni Austfirðinga fyrir góða hjálp við heimildaleit og ýmsa aðstoð. Skúli Þorvaldsson hjá Loftmyndum ehf. fyrir greiðvikni og veittan aðgang að loftmyndum fyrir- tækisins. Alfgerður Malmquist Baldursdóttir fyrir ljós- myndun og aðstoð í tölvutækni. 81
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.