Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2011, Side 140

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2011, Side 140
Múlaþing heilsu fólks. Hún gengur á atgervi fólks og stuðlar að ósjálfbæmi einstaklingsins. Svo víðtæk em áhrif langvarandi streitu meðal vestrænna þjóða að Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunin spáir að streita verði önnur af tveimur helstu orsökum vanheilsu árið 2020. Þó fjölmargir áhrifaþættir séu að baki aukinni streitu, hefur á síðustu áratugum mikið verið horft til tengsla hennar við efnislegt umhverfi og þá sérstaklega, hvaða þættir þess geti stuðlað að streitulosun. Hafa þar rannsóknir á sviði umhverfíssálfræði verið í fararbroddi, en um er að ræða grein sálfræði sem fæst við að kanna og skilja samspil fólks og efnislegs umhverfis. Við þessa vinnu hefur mikið verið litið til Um/ivarfl ferlis sem kallast sálfræðileg endur- heimt2 (psychological restoration) og er skilgreint sem endurnýjun líkamlegrar, andlegrar og félagslegrar getu sem hefur minnkað vegna álags við að mœta hversdagslegum kröfum tilverunnar.3 Endur- heimt er því talin vera hið fúllkomna mótvægi streitu og gegna lykilhlutverki þegar kemur að því að viðhalda og bæta heilsu fólks. M.ö.o. stuðlar endurheimt að sjálfbærni ein- staklingsins. Niðurstöður rannsókna hafa ítrekað sýnt fram á mikilvægi náttúrunnar þegar kemur að því að upplifa endurheimt og í ljós hefur komið að náttúran stuðlar mun frekar að endur- heimt en hið byggða umhverfí. Er ástæða þessa af mörgum talin eiga sér þróunarfræði- Hér á eftir verður orðið „endurheimt“ notað í stað „sálfræðilegrar endurheimtar“. Hartig, T. (2004). Restorative environments. í C. Spielberger (ritstj.), Encyclopedia of appliedpsychology, 3. bindi, (bls. 273- 279). San Diego: Academic Press. legar skýringar en forfeður nútímamannsins þróuðust í náttúrunni í meira en 2 milljónir ára. Sú langa samleið hefúr skilið eftir sig djúp spor, eins og vænta má, og má því segja að maðurinn sé í raun og veru „hannaður“ fyrir náttúrulegt umhverfí, sem skýrir svo aftur jákvæð áhrif þess á hann. Þó borgmenning hafí fyrst komið fram þegar borgin Jeríkó tók að rísa á vesturbakka Jórdanár fyrir um 9.000 árum er óhætt að fullyrða að fullkomin kúvending hafí orðið á umhverfi mannsins fyrir um 200 árum þegar iðnbyltingin hóf innreið sína. Allt frá þeim tíma hefur þróun umhverfís fyrst og fremst tekið mið af efnahagslegum þáttum og úr hefur orðið það umhverfi sem einkennir nútíma- borgir. Flókið samspil steinsteypu, umferðar, loftmengunar, hraða, hávaða, mannþröngar, framandi lita- og efnisvals og fráhindandi hlutföllum. Niðurstaðan er því sú að meira en 75% Vesturlandabúa lifa og hrærast í umhverfí sem kemur lítið til móts við grunneðli þeirra. Aðstæðumar skapa streitu á sama tíma og takmörkuð tækifæri em fyrir hendi að upp- lifa endurheimt og streitulosun. Möguleikar á að viðhalda þeirri hringrás sem stuðlar að sjálfbæmi einstaklingsins em því takmarkaðir. í ljósi þessa er skiljanlegt að streita sé það heilbrigðisvandamál sem raun ber vitni. Nýlegar rannsóknir hafa sýnt að aukin streita ýtir undir löngun fólks til að endur- nýja tengsl sín við náttúruna og þá helst ósnortna náttúm, þar sem mestar líkur em á að upplifa endurheimt og streitulosun. Þama endurspeglast tvennt, annars vegar mikilvægi náttúmnnar fyrir fólk og hins vegar sterkur 138
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.