Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2011, Page 141
Að standa undir sjálfum sér
Ys og þys á Time Square í New York. Ljósmynd: Páll Jakob Líndal.
vilji fólks til að sinna grunnþörfum sínum.
Að vera sjálfbært.
Þessi afstaða fólks kemur skýrt fram þegar
skoðuð eru tengsl sjálfbæmi og þéttingar
byggðar en hinu síðarnefnda hefur verið
haldið á lofti sem eins mikilvægasta leiðar-
ljóss í átt að sjálfbærni á heimsvísu.
í hugmyndafræði þéttingar byggðar er gert
ráð fyrir að hún auki sjálfbæmi umhverfis, t.d.
með því að draga úr mengun og stuðla að betri
nýtingu náttúruauðlinda. Einnig stuðlar hún
að efnahagslegri sjálfbærni en auðveldara er
t.a.m. að láta almenningssamgöngur standa
undir sér eftir því sem fólki ijölgar innan
tiltekins svæðis. Síðast en ekki síst á þétting
byggðar að skapa grundvöll íyrir félagslegri
sjálfbæmi, því fleira fólk á sama svæði gefur
aukin tækifæri til félagslegra samskipta og
skapar betri grundvöll fyrir íj ölbreytilegt og
áhugaverðara borgarlíf.
Þrátt fyrir fögur fyrirheit hafa rannsóknir
ekki getað staðfest að þétting byggðar leiði
til aukinnar sjálfbæmi.4 Ein mikilvæg skýring
þar á, er skortur á skilningi á þörf fólks fyrir
samskipti við náttúruna, sérstaklega þegar
það lifír og hrærist í því ysi og þysi sem þétt
byggð getur boðið upp á. Vegna þess að þétt-
ing byggðar hefur helst tekið mið af efnahags-
legum þáttum, er mikil krafa um að svæði sé
nýtt undir byggingar, samgöngumannvirki
og fleira í þeim dúr. Það aftur hefúr leitt til
takmarkaðs framboðs af grænum svæðum
sem gætu hjálpað fólki að viðhalda tengslum
sínum við náttúruna og stuðlað að endurheimt.
Fólk leitar því leiða til að uppfylla þarfir sínar
sem svo aftur getur bitnað á sjálfbæmi hinna
tveggja þáttanna. Dæmi um slíkt getur verið
notkun einkabílsins til að komast úr þéttbýlinu
og upplifa náttúruna en slíkt felur í sér aukna
loftmengun og aukinn kostnað vegna viðhalds
á vegakerfi.
Annað dæmi um sterka löngun fólks til að
viðhalda tengslum sína við náttúmna kemur
4 Neuman, M. (2005). The compact city fallacy. Joumal of Plann-
ing Education and Research, 25, 11-26.
139