Saga - 2014, Qupperneq 11
steins dóttur, Sigríðar Sigurðardóttur, Soffíu Ingvarsdóttur, Svövu
Jónsdóttur eða Þóru vigfúsdóttur.3 Þótt allt séu þetta konur sem
helguðu líf sitt að meira eða minna leyti þátttöku í íslenskum stjórn-
málum á tuttugustu öld fellur starf þeirra utan við frásagnarramma
hefðbundinnar stjórnmálasögu. Það sama má segja um íslenskar
rannsóknir á kvenna- og kynjasögu þó að ástæðurnar séu aðrar.
kvenna- og kynjasagan miðar að því að draga fram sögu kvenna,
kyns og kynjaafstæðna. en þótt sú kenningalega nálgun sem ein-
kennir nýlegar rannsóknir á því sviði bjóði upp á annars konar sýn
á íslenska stjórnmálasögu, hafa fáar stjórnmálakonur komist inn á
radarinn. Rannsóknir á kvenna- og kynjasögu hafa leitt til þess að
þær konur sem skiptu máli samkvæmt hefðbundnum viðmiðum
stjórnmálasögunnar hafa fengið tiltekinn sess í íslenskri sagnaritun
— brautryðjandi kvennabaráttunnar, Bríet Bjarnhéðins dóttir, kon-
urnar sem settust í bæjarstjórn 1908, Ingibjörg H. Bjarna son og spor-
göngumenn hennar á Alþingi. 4 enn sést hins vegar varla til þeirra
nýr söguþráður 9
3 Hér eru nefndar nokkrar íslenskar stjórnmálakonur frá tuttugustu öld. Merki um
stjórnmálastarf flestra þeirra má finna með einfaldri leit á www.timarit.is. Leit í
Gegni að því sem um þær hefur verið skrifað skilar hins vegar litlu. Helst er hægt
að finna skrif um þær sem komust á þing, sjá t.d. Björg einarsdóttir, „Auður
Auðuns“, Andvari 129 (2004), bls. 11–76; kristín Ástgeirsdóttir, „katrín Thorodd -
sen“, Andvari 132 (2007), bls. 11–68; eyrún Ingadóttir, „Svipmikil atorkukona og
brautryðjandi — Rannveig Þorsteinsdóttir hrl.“, Lögmannablaðið 17:4 (2011), bls. 54–
57. Um hinar konurnar hefur lítið verið fjallað, sjá þó Pétur Pétursson, „Íhygli og
athafnaþrá. Ástir og hugsjónir Aðalbjargar Sigurðardóttur“, Ritröð Guðfræðistofn -
unar 20 (2005), bls. 37 –68; Sigríður Th. erlendsdóttir, „Rannveig kristjánsdóttir
(1917–1952)“, Vera 14:2 (1995), bls. 9. Á hinn bóginn koma þær flestar fyrir í bók
Sigríðar Th. erlendsdóttur, Veröld sem ég vil. Saga Kvenréttindafélags Íslands 1907–
1952 (Reykjavík: kvenréttindafélag Íslands 1993), enda var kRFÍ mikilvægur vett-
vangur þeirra kvenna sem höfðu áhuga á stjórnmálastarfi. Rósa Magnúsdóttir er
að skrifa ævisögu þeirrar síðastnefndu, Þóru vigfúsdóttur, og manns hennar,
kristins e. Andréssonar, sbr. grein hennar: „Þóra, kristinn og kommúnisminn.
Hugleiðingar um ævisögu í smíðum“, Skírnir 187 (vor 2013), bls. 116–140.
4 Þótt hér sé sagt að þessir „brautryðjendur“ hafi fengið tiltekinn sess í íslenskri
sagnaritun, er rétt að taka fram að þeim hefur ekki verið hleypt í innsta hring
íslenskra stjórnmálaleiðtoga. Í umræðu um sagnaritun um kvennasögu hefur
lengi verið talað um þá tilhneigingu að draga fram þær konur sem höfðu
merkjan leg áhrif á samfélagsþróunina með sagnaritun um „verðugar konur“
(e. women worthies); sjá t.d. Sigríður Th. erlendsdóttir, Ritfregn um Úr ævi og
starfi íslenskra kvenna I–III, Saga XXv (1987), bls. 245–251, hér bls. 246. Almennt
er þó óhætt að fullyrða að þessar „verðugu konur“ hafi hvergi náð að ógna
stöðu hinna mikilvægu forystukarla sem nefndir voru hér í upphafi.
Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 9