Saga


Saga - 2014, Page 13

Saga - 2014, Page 13
enn eitt dæmið er svo bók Þorvaldar kristinssonar, Veistu ef þú vin átt, sem geymir æviminningar Aðalheiðar Hólm Spans en þar er að finna óvenju áhugaverða sýn á það menningarlega umhverfi eða — svo notað sé orðalag úr nýlegri fræðilegri umræðu — pólitíska rými sem mótaði stjórnmálaferil ungrar konu á millistríðsárunum.8 Aðalheiður var fædd árið 1915 og segist hafa verið snemmlæs og lærdómsfús, alin upp á heimili þar sem móðir hennar og faðir fylgd- ust vel með alþjóðapólitíkinni. Þau keyptu blöð sem Aðalheiður las af áhuga og það fylgir sögunni að pabbi hennar var hrifinn af hug- myndum franska heimspekingsins Rousseaus. Þegar Aðalheiður var tólf ára fór hún í vist til Reykjavíkur þar sem hún kynntist kjör- um vinnukvenna og eftir því sem segir í ævisögu hennar varð það til þess að hún ákvað að starfa aldrei sem slík. Síðar fékk hún vinnu hjá Sigurjóni á Álafossi en dreymdi um að komast í skóla, jafnvel til að læra hjúkrun, og kannski tengdist það starfi hennar sem ganga - stúlku á Landspítalanum, þar sem hún starfaði við kjör sem henni fundust kröpp. Jafnframt starfinu sótti hún námskeið í bókfærslu og tungumálum en las sjálf það sem hún komst yfir um sagnfræði og þjóðfélagsmál. Samkvæmt frásögninni í bók þeirra Þorvaldar leiddi þetta svo allt til þess að Aðalheiður varð pólitísk og stofnaði ásamt samstarfskonum sínum starfsstúlknafélagið Sókn. Þetta var árið 1934 og Aðalheiður, þá tæplega tvítug, varð fyrsti formaður félags- ins. Hún var orðin róttæk vinstrikona, hrifin af málflutningi einars olgeirssonar, Brynjólfs Bjarnasonar og Halldórs Laxness, en sá nýr söguþráður 11 8 Sumar af þeim bókum sem taldar voru upp hér að framan eru mótaðar af frá- sagnarramma hinnar hefðbundnu stjórnmálasögu. Þar eru fyrirferðarmiklar persónur og átakamál sem fóru hátt í stjórnmálaumræðunni á sínum tíma og mótuðu svo — eins og síðar verður vikið að — rannsóknir á stjórnmálasögu. Skýrasta dæmið um þetta eru æviminningar Jóhönnu egilsdóttur þar sem hún segir í nokkuð löngu máli frá helstu karlleiðtogum Alþýðuflokksins og svo deil- um milli byltingarsinna og sósíaldemókrata á vinstri vængnum. Hugsanlega verður frásögn Aðalheiðar annars konar vegna þess að hún flutti af landi brott í seinna stríði. Hún hefur því ekki mótast af því sem síðar gerðist með sama hætti og Jóhanna (og skrásetjari hennar Gylfi Gröndal). Um vanda þess og mikilvægi að skrifa ævisögu konu óháð þeim frásagnarramma sem mótaður er af eldri sagnaritun (þ.e.a.s. sagnaritun um þá sem fóru með formlegt vald í sam- félaginu), sjá erla Hulda Halldórsdóttir, „Táknmynd eða einstaklingur. kynjað sjónarhorn sögunnar og ævi Sigríðar Pálsdóttur“, Skírnir 187 (vor 2013), bls. 80– 115, einkum bls. 85–90, og Sigrún Pálsdóttir, „Hreyfimynd með hljóði frá 19. öld eftir Þóru Pétursdóttur“, Saga L:2 (2012), bls. 113–128. Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 11
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.