Saga


Saga - 2014, Síða 14

Saga - 2014, Síða 14
stjórnmálamaður sem hafði mest áhrif á hana hét Dýrleif Árna - dóttir.9 Aðalheiður kallar hana lærimeistara sinn, eða mentor; hjá henni lærði hún bæði um kvenréttindi og marxisma: Í stofunni hjá Dýrleifu heyrði ég í fyrsta sinn talað af raunverulegri þekkingu um mannréttindamál kvenna, því fá umræðuefni voru henni nærtækari en nauðsyn þess að konur stigju út úr skugga karlmanna og tækju sér réttinn til lífsins. Hún dáði mikið rússnesku byltingarkonuna og rithöfundinn Alexöndru kollontaju, endursagði mér skoðanir hennar og vitnaði oft í rit kollontaju um rétt kvenna til lífsins og líkama síns. ef undan er skilið það sem katrín Thoroddsen lét frá sér fara um getnaðarvarnir og fjölskylduáætlanir, sem var angi af sömu alþjóðlegu hreyfingunni, þá heyrði ég í fyrsta sinn frá Dýrleifu bergmál af kynlífs- byltingu áranna á milli stríða, sjónarmið sem lognuðust smám saman út af þegar vígbúnaðarvélin fór aftur af stað og heyrðust ekki næstu þrjátíu ár. Samt talaði vinkona mín máli hinna frjálsu ásta á afskaplega hæverskan hátt og benti mér á rit um þau efni.10 Dýrleif var ein þeirra fjölmörgu kvenna sem tóku virkan þátt í íslenskum stjórnmálum á árunum milli stríða og af henni er svo aftur merkileg saga sem teygir sig inn í kommúnistaflokkinn og þaðan til Sovétríkjanna, síðan inn í Sósíalistaflokkinn og að útgáfu blaðsins Melkorku og síðast en ekki síst inn í kvenréttindafélag Íslands, sem virðist hafa haft pláss fyrir konur eins og Dýrleifu þó að sannarlega væru margar þeirra kvenna sem þar störfuðu langt frá því að geta talist byltingarsinnaðar. Saga Aðalheiðar og Dýrleifar er dæmi um efnivið í stjórnmála- sögu sem enn hefur ekki verið unnið úr og í því sem hér fer á eftir verður hugað að því hvers vegna svo er og hvernig megi skrifa sögu slíkra kvenna inn í íslenska stjórnmálasögu. viðfangsefnið er því tvíþætt. Í fyrsta lagi verður spurt hvað hafi ráðið efnistökum við ritun íslenskrar stjórnmálasögu. Í því samhengi verður litið til sagna- ritunar um íslensk flokkastjórnmál sem og sagnaritunar um kyn og kyngervi. Í öðru lagi verður fjallað um mögulegar leiðir til að skrifa sögu sem gengur út frá því að stjórnmálaafskipti einstaklinga eins og Aðalheiðar og Dýrleifar séu hluti af stjórnmálasögunni. Þar verður sjónum einkum beint að stjórnmálaumhverfi íslenskra vinstrikvenna, þótt sú nálgun sem hér verður fjallað um hafi víðari skírskotun. ragnheiður kristjánsdóttir12 9 Þorvaldur kristinsson, Veistu, ef þú vin átt. Endurminningar Aðalheiðar Hólm Spans (Reykjavík: Forlagið 1994), bls. 7–93. 10 Þorvaldur kristinsson, Veistu, bls. 83. Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 12
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172

x

Saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.