Saga - 2014, Síða 16
undantekningum hafa hins vegar orðið útundan saga stjórnmála-
hugmynda og annarra menningarstrauma, innra starf stjórnmála-
hreyfinga, þ.e.a.s. viðfangsefni sem fengu sífellt stærri sess í alþjóð -
legri sagnaritun um stjórnmál eftir því sem leið á tuttugustu öld.13
Fyrsta sagnfræðiverkið um íslensk nútímastjórnmál var fimm
binda ævisaga Páls eggerts Ólasonar um Jón Sigurðsson, gefin út á
árunum kringum 1930.14 Þar leggur Páll eggert ævistarf Jóns að
jöfnu við sögu landsins, eins og ráða má af yfirskriftinni á styttri
útgáfu ritsins sem kom út rúmum áratug síðar: Jón Sigurðsson.
Foringinn mikli. Líf og landssaga.15 Fyrstu yfirlitsritin um Íslandssögu
nítjándu og tuttugustu aldar komu út um miðja tuttugustu öld og
voru annars vegar bækur í ritröðinni Saga Alþingis og svo bækur í
ritröðinni Saga Íslendinga. Í fyrrnefndu ritröðinni komu út tvö rit
eftir lögfræðingana einar Arnórsson og Björn Þórðarson undir titl-
inum Alþingi og frelsisbaráttan og þar voru söguhetjurnar þeir stjórn-
mála- og blaðamenn sem höfðu komið við sögu í umræðum um
framtíðarsamband Íslands og Danmerkur. Sams konar sjónarhorn
einkennir hina ritröðina þótt þar sé reyndar ekki eins mikið fjallað
um stjórnmál. Magnús Jónsson guðfræðingur skrifaði tvö bindi um
tímabilið 1871–1903 og lagði áherslu á mennta- og menningarsögu.
Útgefandinn, Jónas Jónsson, skrifaði svo sjálfur um tímabilið 1830–
1874. Undirtitill hans var Fjölnismenn og Jón Sigurðsson og gaf skýrt
til kynna hvers konar sögu Jónas vildi skrifa. Í formála tekur hann
svo af allan vafa um að honum finnist brýnt að halda í þá fornu
sagnaritunarhefð að skýra sögulega viðburði og andlegt líf með því
að lýsa yfirburðum forystumanna þjóðanna á hverjum stað og tíma.
Jónas hafnaði óheppilegum og „framandi“ kenningum sem gerðu
ráð fyrir að saga þjóðanna líktist „framrás skriðjökla niður fjalla-
gljúfur“. Þar var Jónas að vísa til efnishyggju karls Marx sem gerði
ragnheiður kristjánsdóttir14
13 Um þessa alþjóðlegu þróun — og sérstaklega hvernig áherslan hefur færst yfir
á að greina stjórnmálaorðræðu og líta á stjórnmálin sem menningarlega mótað
fyrirbæri (e. the linguistic and cultural turns) — sjá t.d George Steinmetz,
„Introduction. Culture and the State“. Ritstj. George Steinmetz, State/Culture.
State Formation after the Cultural Turn (Ithaca: Cornell University Press 1999),
bls. 1–49; Frank Bösch og Norman Domeier, „Cultural History of Politics.
Concepts and Debates“, European Review of History 15:6 (2008), bls. 577–586.
14 Páll eggert Ólason, Jón Sigurðsson I–v (Reykjavík: Hið íslenska þjóðvinafélag
1929–1933).
15 Páll eggert Ólason, Jón Sigurðsson, foringinn mikli. Líf og landssaga (Reykjavík:
Ísafold 1945–1946).
Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 14