Saga - 2014, Qupperneq 17
ráð fyrir að „mannlífsstraumurinn“ sigi „undan sínum eigin þunga“.
Jónas vildi ekki nafnlausa og persónulausa sögu í anda Marx þar
sem „atvinnuskilyrði“ réðu rás atburðanna. Hann vildi sögu þar
sem „andleg átök skörunganna“ réðu framvindunni. Ritröðin Saga
Íslendinga átti að vera „lesbók þjóðarinnar, þar sem kynslóð eftir
kynslóð sæi forfeður sína og athafnir þeirra eins og „skuggamyndir
á tjaldi“, enda væri „með þeim hætti einum“ von til þess að þjóðin
„varðveitti rétta trú á gildi sínu.“16
Frá því þessi orð voru skrifuð hefur íslensk sagnaritun orðið
fyrir margvíslegum áhrifum frá Marx og öðrum kenningasmiðum.
Söguskoðun sjálfstæðisbaráttunnar hefur verið endurskoðuð, áhugi
sagnfræðinga á hinum stóru gerendum hefur dvínað og æ fleiri
hafa hafnað þeirri hefðbundnu sagnfræðilegu áherslu að rekja sam-
fellda þjóðarsögu. en þessir straumar hafa fyrst og fremst haft áhrif
til þess að sagnfræðingar hafa annaðhvort einbeitt sér að því að
endurskoða og afbyggja söguskoðun sjálfstæðisbaráttunnar eða
skrifað annars konar sögu þar sem sjónum er beint frá stjórnmálun-
um og að alþýðu fólks, fyrst undir áhrifum frá alþjóðlegri félags-
og hagsögu en í auknum mæli síðustu ár, frá menningarsögu.17
Skrif um stjórnmál virðast aftur á móti vera skorðuð í gamla farinu.
Hugmyndin um að stjórnmálasaga Íslands hafi verið saga Hann -
esar Hafstein, Skúla Thoroddsen, Jóns Þorlákssonar, Ólafs Thors,
eysteins Jóns sonar, Steingríms Hermannssonar og jafnvel einars
olgeirssonar hefur verið lífseig meðal sérfræðinga um stjórnmál
jafnt og almenns áhugafólks um sögu fyrri tíma.18 Mikið af því sem
hefur verið gefið út um stjórnmál þessa tímabils hefur snúist um
karlkyns stjórnmálaleiðtoga.19 og enn lifir góðu lífi tilhneigingin til
nýr söguþráður 15
16 Jónas Jónsson, Saga Íslendinga vIII. Tímabilið 1830–1874. Fjölnismenn og Jón
Sigurðsson (Reykjavík: Menntamálaráð og Þjóðvinafélag 1955), bls. XI–Xv.
17 Um þetta hefur mikið verið ritað undanfarið en ég læt nægja að benda á rit frá
2006 þar sem fjallað er um þessar breyttu áherslur frá ýmsum sjónarmiðum:
Frá endurskoðun til upplausnar. Tvær prófritgerðir, einn formáli, þrjú viðtöl, sjö
fræðigreinar, fimm ljósmyndir, einn eftirmáli og nokkrar minningargreinar af vett -
vangi hugvísinda. Ritstj. Hilma Gunnarsdóttir, Jón Þór Pétursson og Sigurð ur
Gylfi Magnússon (Reykjavík: Miðstöð einsögurannsókna, Reykja víkur Aka -
dem ían 2006).
18 Sbr. það sem sagði hér í upphafi, sjá jfr. nmgr. 2.
19 Sbr. Gunnar karlsson, „Sagan af þjóðríkismyndun“, bls. 116–120. við þau rit
sem Gunnar nefnir má bæta nokkrum ritum sem komu út eftir árið 2000:
Forsætisráðherrar Íslands. Ráðherrar Íslands og forsætisráðherrar í 100 ár. Ritstj.
Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 15