Saga - 2014, Page 26
Bríetar verða „alls ráðandi“ í umfjöllun um „gömlu kvennahreyf-
inguna“.50 og eina ævisagan sem hefur verið skrifuð um Bríeti er
eftir barnabarn hennar og nöfnu, Bríeti Héðinsdóttur.51 Líklega er
þessi áhersla á að upphefja Bríeti umfram aðrar stjórnmálakonur
því sprottin úr pólitískum jarðvegi fremur en fræðilegum. eftir
stendur, engu að síður, að sé markmiðið að auka hlut kvenna í
stjórnmálasögunni er mikilvægt að festast ekki í umfjöllun um
skipulagða baráttu fyrir kvenréttindum. Það þarf með öðrum
orðum að skrifa kynjaða stjórnmálasögu sem horfir út fyrir kvenna-
hreyfinguna.
Vinstri hreyfingin
Sé íslensk vinstri hreyfing skoðuð frá hefðbundnu sjónarhorni, ofan
frá og niður, blasa við tvær álíka stórar stjórnmálahreyfingar. Ann -
ars vegar er sósíaldemókratísk hreyfing, lítil í norrænu samhengi og
undir forystu karla sem sóttu innblástur og stuðning til systurflokka
í Skandinavíu. Hins vegar sést óvenjustór kommúnistahreyfing
undir forystu karla sem sóttu styrk og eldmóð til Sovétríkjanna. og
ekki þarf að rýna lengi til að sjá að það var stirt á milli leiðtoga fylk-
inganna; þeir unnu helst ekki saman, hvorki á vettvangi verkalýðs -
hreyfingarinnar né landsmálanna. Mitt á milli voru svo áhrifamiklir
sósíaldemókratískir verkalýðsleiðtogar (líka karlar) sem héldu
(ranglega) að hægt væri að stofna stóran sameinaðan vinstri flokk.
Í framhaldi af þeim pólitísku deiluefnum sem bar hæst á sínum tíma
— og þannig verða rannsóknarspurningar stjórnmálasagnfræðinga
oftast til eins og áður sagði — hefur svo mótast stjórnmálasaga sem
aðallega hefur hverfst um spurningar um (tortryggileg) tengsl flokk-
anna við erlendar systurhreyfingar.52 Auk þess hefur verið spurt um
stærðarhlutföll flokkanna53 og átök þeirra um yfirráð yfir verka lýðs -
ragnheiður kristjánsdóttir24
50 kristín Ástgeirsdóttir, [Ritdómur um Veröld sem ég vil], Saga XXXII (1994), bls.
296–303, hér bls. 297–298.
51 Bríet Héðinsdóttir, Strá í hreiðrið. Bók um Bríeti Héðinsdóttur byggð á bréfum
hennar (Reykjavík: Svart á hvítu 1988). Svo kemur Bríet reyndar líka töluvert
við sögu í bók um ævi sonar hennar, Héðins valdimarssonar: Matthías viðar
Sæmundsson, Héðinn, Bríet, Valdimar og Laufey. Fjölskylda og samtíð Héðins
Valdimarssonar (Reykjavík: JPv 2004).
52 Sjá bls. 16–17 og nmgr. 24 og 25.
53 Þótt meginmarkmiðið sé að skoða hvernig þjóðernisorðræðan mótaði verka -
Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 24