Saga - 2014, Síða 28
að saga vinstri hreyfingarinnar hafi ekki verið saga kvenna. og frá
hinu hefðbundna sjónarhorni virðast vinstri flokkarnir ekki hafa
verið hliðhollari konum en aðrir stjórnmálaflokkar. Fyrstu þingkon-
urnar voru af hægri vængnum. Ingibjörg H. Bjarnason bauð sig
fram á kvennalista og náði kjöri 1922, en tók síðar þátt í að stofna
Íhaldsflokkinn. og þegar Ingibjörg vék af þingi fyllti Guðrún
Lárusdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, hennar skarð. Fyrsta
konan sem kjörin var á þing fyrir Alþýðuflokkinn var hins vegar
Jóhanna Sigurðardóttir. Það var árið 1978 — fimmtíu og sex árum
eftir kjör Ingibjargar H. Bjarnason — en áður höfðu verið kosnar
fyrir Sósíalistaflokkinn katrín Thoroddsen (1946) og fyrir Alþýðu -
bandalagið Svava Jakobsdóttir (1971). Fjórða vinstri konan, Guðrún
Helgadóttir, var kjörin á þing fyrir Alþýðubandalagið árið 1979.56
en sú staðreynd að allt til ársins 1971 settist bara ein kona á þing
fyrir vinstri flokkana réttlætir ekki að konum sé sleppt úr sögu
vinstri stjórnmála. Þvert á móti vekur hún margvíslegar spurningar
um mikilvægi kyns, spurningar sem hægt er að setja fram með
hliðsjón af kvenna- og kynjafræðilegum rannsóknum á stöðu kvenna
og kyngervi innan vinstri flokka. Það er til feikinóg af heimildum
um konur og kyn í vinstri hreyfingunni á Íslandi sem nýta má með
margvíslegum hætti — heimildir sem varðveita opinbera um ræðu,
skjöl úr stjórnmálastarfinu sem og persónuleg gögn einstaklinga.
Auk þess liggur fyrir að ýmis grunnstef í starfi vinstri flokkanna, og
þá helst áherslan á jafnrétti og jöfnuð, gefa tilefni til að ætla að þar
hafi verið meiri hljómgrunnur fyrir baráttumálum sem sérstaklega
vörðuðu stöðu kvenna.
ragnheiður kristjánsdóttir26
kvenréttindi og kommúnistaflokkur Íslands. BA-ritgerð í sagnfræði frá
Háskóla Íslands 2012, skemman.is, http://hdl.handle.net/1946/13314, 21. júlí
2014. Aðgangi að ritgerð Rakelar var lokað í kjölfar úrskurðar Persónuverndar
um aðgang að félagatali kommúnistaflokks Íslands. Sú ákvörðun var óheppi-
leg að því leyti að hér er á ferðinni ítarleg og mikilvæg frumrannsókn á
kvenna starfi innan kommúnistaflokksins og sú eina hingað til. Ritgerðin
verður að óbreyttu ekki opnuð aftur fyrr en 1. janúar 2018. Um viðbrögð
Sagnfræðingafélags Íslands við úrskurði Persónuverndar sjá „Ályktun Sagn -
fræðingafélags Íslands vegna úrskurðar Persónuverndar um aðgengi fræði-
manna að félagatali kommúnistaflokks Íslands“, 7. febrúar 2013, Sagn fræð -
ingafélag Íslands, http://www.sagnfraedingafelag.net/2013/02/07/19.20.18/,
22. júlí 2014.
56 Alþingi, konur á Alþingi, http://www.althingi.is/vefur/konur.html, 17. júlí
2014.
Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 26