Saga - 2014, Qupperneq 36
með Leopold von Ranke í broddi fylkingar, að þeir ættu helst að
skrifa um ráðandi stéttir, ríkisvald, styrjaldir og stórmenni. Loks
þóttust menn vita upp til hópa að þegar þeir væru búnir að rýna í
skjölin og raða þeim saman í heildstæða frásögn hefðu þeir sagt frá
því sem gerðist á þann hátt að vart yrði frekar um deilt. Sagn -
fræðiprófessorar féllu því gjarnan í þá freistni að telja sig óskeikula
handhafa sannleikans eina um fortíðina, sannleika sem lægi í formi
skjala á söfnum.3
Núna er annað uppi á teningnum. Heimildir sem moða má úr
eru miklu fjölbreyttari. Helst má nefna munnlegar frásagnir, dag-
bækur, einkabréf og fjölmiðla en af ótal mörgu öðru er að taka. Að
sama skapi þykir nánast allt úr liðinni tíð í frásögur færandi um
okkar daga, ólíkt því sem áður var. Dæmi eru um eldri sagn fræð -
inga sem ólust upp við forræði stjórnmála- og utanríkissögunnar og
segjast vart vita hvort þeir eigi að hlæja eða gráta þegar þeir sjá bæk-
ur eða greinar um fullnægingar til forna, sögu lyktar og önnur efni
sem ekki var fjallað um fyrr á tíð.4 efahyggja og greining á grund-
velli viðtekinna kenninga hefur líka rutt sér til rúms í stað tálsýnar-
innar um hina óvefengjanlegu frásögn.
kannski má þó segja að síðasta vígið sé að finna í heimi utan -
ríkis sögu (e. diplomatic history), þeirri grein sagnfræðinnar sem fæst
helst við samskipti ríkja í stríði og friði og var í öndvegi áður fyrr.
Um leið og efnistök sagnfræðinga urðu fjölbreyttari varð utanríkis-
saga aðeins ein undirtegund fagsins og þeir sem hana stunduðu
frekar gamaldags í augum flestra annarra.5 Utanríkissagn fræðing -
um fer auk þess fækkandi víða um heim. Áratugum saman hefur
ráðandi öflum í fræðasamfélaginu ekki þótt sjónarhorn þeirra nógu
guðni th. jóhannesson34
3 Sjá t.d. „The Ideal of Universal History: Ranke“ og „History as a Science: Bury“,
The Varieties of History. From Voltaire to the Present. Ritstj. Fritz Stern (New york:
vintage Books 1973), bls. 54−62 og 209−223. Sjá einnig Andreas Wilhelm, Außen -
politik: Grundlagen, Strukturen und Prozesse (München: oldenbourg 2006), bls. 34;
Maurice Pearton, „Nicolae Iorga as Historian and Politician“, Historians as
Nation-Buliders. Central and South-East Europe. Ritstj. Dennis Deletant og Harry
Hanak (Basingstoke: Macmillan 1988), bls. 157−173, einkum bls. 160.
4 John Lukacs, The Future of History (New Haven: yale University Press 2011), bls.
86−87.
5 Sbr. Helen McCarthy, „Review of On the Fringes of Diplomacy: Influences on British
Foreign Policy, 1800−1945,“ (nr. 1210, febrúar 2012), Reviews in History, http://
www.history.ac.uk/reviews/review/1210.
Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 34