Saga - 2014, Side 42
„top secret“ vantar með öllu og sömuleiðis minnisblöð, álitsgerðir
og aðrar heimildir sem voru samdar í utanríkisráðuneytinu eða
öðrum opinberum stofnunum vestra.
Skjöl breska sendiráðsins í Reykjavík, sem ég sótti um aðgang að
í krafti upplýsingalaga, eru enn meiri takmörkunum háð.31 Þau gefa
til kynna að úr miklu sé að moða en það þarf að bíða síns tíma. Í
umsókn um aðgang þurfti ég að tilgreina hvers verið væri að leita
og beiðnin mátti ekki vera of víðfeðm. embættismenn, sem vógu og
mátu hvað mátti koma fyrir almenningssjónir, beittu svörtum penna
síðan óspart á afrit skjalanna áður en leynd var létt af þeim.
engu að síður er fengur að þessum heimildum. Þær hjálpa okkur
að skilja afstöðu breskra og bandarískra stjórnvalda til bankahrunsins
á Íslandi og svara veigamiklum spurningum. Hvað segja þær til
dæmis um sjónarmið íslenskra embættis- og stjórnmálamanna? Styðja
þær eða hrekja ólíkar kenningar um ábyrgð innlendra og erlendra
valdhafa á hruninu? Gerðu útlendingarnir illt verra með sinnuleysi
og jafnvel illvilja eða gátu ráðamenn hér heima engum um kennt
nema sjálfum sér?
Chelsea Manning (Bradley Manning áður en hún skipti um kyn)
kvaðst hafa afhjúpað fyrsta skjalið í gagnasafni bandaríska utanrík-
isráðuneytisins í febrúar 2010 — skeyti bandaríska sendiráðsins í
Reykjavík um Icesave-deiluna frá fyrra mánuði — vegna þeirrar
skoðunar sinnar að valdhafar í Wash ington virtust ekki ætla að verða
við óskum íslenskra stjórnarerindreka um liðsinni heldur leyfa bresk-
um og hollenskum stjórnvöldum að níðast á litlu ríki.32 eftir brott-
hvarf Bandaríkjahers frá Íslandi haustið 2006 hlutu menn vestra
reyndar að hafa minni áhuga en áður á íslenskum málefnum.33
guðni th. jóhannesson40
31 Aðgang að þessum gögnum fékk ég í krafti beiðna til breska utanríkis -
ráðuneytisins 8. febrúar, 22. febrúar, 16. maí og 29. júlí 2014, og til breska fjár-
málaráðuneytisins 16. maí 2014.
32 Alexa o‘Brien, „Bradley Manning‘s full statement“, Salon, 1. mars 2013,
http://www.salon.com/2013/03/01/bradley_mannings_full_statement/. Sjá
einnig skjalið sjálft: WikiLeaks. Watson (Reykjavík) til fjármála ráðu neytis í
Washington, 13. jan. 2010, https://wikileaks.org/plusd/cables/10ReykJA-
vIk13_a.html.
33 Sjá valur Ingimundarson, „In Memoriam: orðræða um orrustuþotur 1961−
2006“, Skírnir 180 (vor 2006), bls. 31−60, hér bls. 55−60; Gunnar Þór Bjarnason,
Óvænt áfall eða fyrirsjáanleg tímamót?Brottför Bandaríkjahers frá Íslandi: aðdragandi
og viðbrögð (Reykjavík: Háskólaútgáfan, Alþjóðamála stofnun og Rannsókna -
setur um smáríki 2008), bls. 46−81 og 143−147.
Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 40