Saga


Saga - 2014, Síða 42

Saga - 2014, Síða 42
„top secret“ vantar með öllu og sömuleiðis minnisblöð, álitsgerðir og aðrar heimildir sem voru samdar í utanríkisráðuneytinu eða öðrum opinberum stofnunum vestra. Skjöl breska sendiráðsins í Reykjavík, sem ég sótti um aðgang að í krafti upplýsingalaga, eru enn meiri takmörkunum háð.31 Þau gefa til kynna að úr miklu sé að moða en það þarf að bíða síns tíma. Í umsókn um aðgang þurfti ég að tilgreina hvers verið væri að leita og beiðnin mátti ekki vera of víðfeðm. embættismenn, sem vógu og mátu hvað mátti koma fyrir almenningssjónir, beittu svörtum penna síðan óspart á afrit skjalanna áður en leynd var létt af þeim. engu að síður er fengur að þessum heimildum. Þær hjálpa okkur að skilja afstöðu breskra og bandarískra stjórnvalda til bankahrunsins á Íslandi og svara veigamiklum spurningum. Hvað segja þær til dæmis um sjónarmið íslenskra embættis- og stjórnmálamanna? Styðja þær eða hrekja ólíkar kenningar um ábyrgð innlendra og erlendra valdhafa á hruninu? Gerðu útlendingarnir illt verra með sinnuleysi og jafnvel illvilja eða gátu ráðamenn hér heima engum um kennt nema sjálfum sér? Chelsea Manning (Bradley Manning áður en hún skipti um kyn) kvaðst hafa afhjúpað fyrsta skjalið í gagnasafni bandaríska utanrík- isráðuneytisins í febrúar 2010 — skeyti bandaríska sendiráðsins í Reykjavík um Icesave-deiluna frá fyrra mánuði — vegna þeirrar skoðunar sinnar að valdhafar í Wash ington virtust ekki ætla að verða við óskum íslenskra stjórnarerindreka um liðsinni heldur leyfa bresk- um og hollenskum stjórnvöldum að níðast á litlu ríki.32 eftir brott- hvarf Bandaríkjahers frá Íslandi haustið 2006 hlutu menn vestra reyndar að hafa minni áhuga en áður á íslenskum málefnum.33 guðni th. jóhannesson40 31 Aðgang að þessum gögnum fékk ég í krafti beiðna til breska utanríkis - ráðuneytisins 8. febrúar, 22. febrúar, 16. maí og 29. júlí 2014, og til breska fjár- málaráðuneytisins 16. maí 2014. 32 Alexa o‘Brien, „Bradley Manning‘s full statement“, Salon, 1. mars 2013, http://www.salon.com/2013/03/01/bradley_mannings_full_statement/. Sjá einnig skjalið sjálft: WikiLeaks. Watson (Reykjavík) til fjármála ráðu neytis í Washington, 13. jan. 2010, https://wikileaks.org/plusd/cables/10ReykJA- vIk13_a.html. 33 Sjá valur Ingimundarson, „In Memoriam: orðræða um orrustuþotur 1961− 2006“, Skírnir 180 (vor 2006), bls. 31−60, hér bls. 55−60; Gunnar Þór Bjarnason, Óvænt áfall eða fyrirsjáanleg tímamót?Brottför Bandaríkjahers frá Íslandi: aðdragandi og viðbrögð (Reykjavík: Háskólaútgáfan, Alþjóðamála stofnun og Rannsókna - setur um smáríki 2008), bls. 46−81 og 143−147. Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 40
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172

x

Saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.