Saga


Saga - 2014, Page 45

Saga - 2014, Page 45
Raunhæfast virðist að álykta að ráðamenn í Moskvu hafi alla tíð verið fúsir til að veita íslenskum stjórnvöldum lán en þegar aðstoð og samvinna við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn var í augsýn hafi báðir aðilar verið hálffegnir að til þess þurfti ekki að koma.44 Aftur má jafnframt segja að orð og gerðir Davíðs oddssonar hafi ekki breytt eins miklu og gjarnan hefur verið haldið fram. Á hinn bóginn voru van voorst sendiherra og aðrir í bandaríska sendiráðinu í Reykjavík greinilega sama sinnis og höfundar Rannsóknarskýrslu Alþingis um fall bankanna. Öllu þessu fólki fannst að í Seðlabanka Íslands hefði Davíð verið rangur maður á röngum stað, algerlega mótfallinn sam- vinnu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, of fyrirferðarmikill og umdeild- ur, með lítið álit á Geir H. Haarde forsætisráðherra og heiftúðugur í garð þeirra sem hann hafði áður glímt við á vettvangi stjórnmál - anna.45 en hvað með afstöðu bandarískra stjórnvalda? var hún hafin yfir gagnrýni? Þegar van voorst sendiherra lýsti þreifingum Íslendinga um lán úr austri lét hún fylgja að Bandaríkjamenn yrðu að hafa í huga hagsmuni sína á norðurslóðum. yfirskrift skeytis hennar að kvöldi 8. október sagði því sitt: „Hagkreppan á Íslandi, tímabært fyrir Bandaríkjastjórn að láta að sér kveða?“ (e. „Icelandic economic crisis, time for USG to get involved?“). Sendiherrann vitnaði í banda ríska bankamenn á Íslandi sem segðu stuðning úr vestri lífs- nauðsynlegan og að skuldir íslensku bankanna væru ekki „eitraðar“ (e. toxic), heldur glímdu þeir við lausafjárvanda og þorrið traust. Hún hvatti því til þess að allra leiða yrði leitað til að koma gam- algróinni vinaþjóð til aðstoðar.46 Degi fyrr hafði van voorst líka vikið sérstaklega að orðum ýmissa íslenskra stjórnmálamanna um Bandaríkjastjórn. Sagði hún Össur Skarphéðinsson, starfandi utan- vitnisburður, aðgangur og mat heimilda 43 44 Um þá niðurstöðu sjá einnig „„Íslendingar vildu ekki lán frá Rússum““, mbl.is, 12. ágúst 2009, http://www.mbl.is/frettir/innlent/2009/08/12/islending ar_vildu_ekki_lan_fra_russum/. 45 Aðdragandi og orsakir falls íslensku bankanna 2008 og tengdir atburðir vII. Ritstj. Páll Hreinsson, Sigríður Benediktsdóttir og Tryggvi Gunnarsson (Reykjavík: Rannsóknarnefnd Alþingis 2010), bls. 70, 140 og 265−267; vilhjálmur Árnason, Salvör Nordal og kristín Ástgeirsdóttir, „Siðferði og starfshættir í tengslum við fall íslensku bankanna“, Aðdragandi og orsakir falls íslensku bankanna 2008 og tengdir atburðir vIII, bls. 7−243, hér bls. 142−144. 46 WikiLeaks. van voorst (Reykjavík) til fjármálaráðuneytis, utanríkisráðherra í Washington og fleiri, 8. október 2008, 19:24, https://wikileaks.org/plusd/ cables/08ReykJAvIk225_a.html. Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 43
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.