Saga - 2014, Síða 45
Raunhæfast virðist að álykta að ráðamenn í Moskvu hafi alla tíð
verið fúsir til að veita íslenskum stjórnvöldum lán en þegar aðstoð
og samvinna við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn var í augsýn hafi báðir
aðilar verið hálffegnir að til þess þurfti ekki að koma.44 Aftur má
jafnframt segja að orð og gerðir Davíðs oddssonar hafi ekki breytt
eins miklu og gjarnan hefur verið haldið fram. Á hinn bóginn voru
van voorst sendiherra og aðrir í bandaríska sendiráðinu í Reykjavík
greinilega sama sinnis og höfundar Rannsóknarskýrslu Alþingis um
fall bankanna. Öllu þessu fólki fannst að í Seðlabanka Íslands hefði
Davíð verið rangur maður á röngum stað, algerlega mótfallinn sam-
vinnu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, of fyrirferðarmikill og umdeild-
ur, með lítið álit á Geir H. Haarde forsætisráðherra og heiftúðugur í
garð þeirra sem hann hafði áður glímt við á vettvangi stjórnmál -
anna.45
en hvað með afstöðu bandarískra stjórnvalda? var hún hafin yfir
gagnrýni? Þegar van voorst sendiherra lýsti þreifingum Íslendinga
um lán úr austri lét hún fylgja að Bandaríkjamenn yrðu að hafa í
huga hagsmuni sína á norðurslóðum. yfirskrift skeytis hennar að
kvöldi 8. október sagði því sitt: „Hagkreppan á Íslandi, tímabært
fyrir Bandaríkjastjórn að láta að sér kveða?“ (e. „Icelandic economic
crisis, time for USG to get involved?“). Sendiherrann vitnaði í
banda ríska bankamenn á Íslandi sem segðu stuðning úr vestri lífs-
nauðsynlegan og að skuldir íslensku bankanna væru ekki „eitraðar“
(e. toxic), heldur glímdu þeir við lausafjárvanda og þorrið traust.
Hún hvatti því til þess að allra leiða yrði leitað til að koma gam-
algróinni vinaþjóð til aðstoðar.46 Degi fyrr hafði van voorst líka
vikið sérstaklega að orðum ýmissa íslenskra stjórnmálamanna um
Bandaríkjastjórn. Sagði hún Össur Skarphéðinsson, starfandi utan-
vitnisburður, aðgangur og mat heimilda 43
44 Um þá niðurstöðu sjá einnig „„Íslendingar vildu ekki lán frá Rússum““, mbl.is,
12. ágúst 2009, http://www.mbl.is/frettir/innlent/2009/08/12/islending
ar_vildu_ekki_lan_fra_russum/.
45 Aðdragandi og orsakir falls íslensku bankanna 2008 og tengdir atburðir vII. Ritstj.
Páll Hreinsson, Sigríður Benediktsdóttir og Tryggvi Gunnarsson (Reykjavík:
Rannsóknarnefnd Alþingis 2010), bls. 70, 140 og 265−267; vilhjálmur Árnason,
Salvör Nordal og kristín Ástgeirsdóttir, „Siðferði og starfshættir í tengslum við
fall íslensku bankanna“, Aðdragandi og orsakir falls íslensku bankanna 2008 og
tengdir atburðir vIII, bls. 7−243, hér bls. 142−144.
46 WikiLeaks. van voorst (Reykjavík) til fjármálaráðuneytis, utanríkisráðherra í
Washington og fleiri, 8. október 2008, 19:24, https://wikileaks.org/plusd/
cables/08ReykJAvIk225_a.html.
Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 43