Saga - 2014, Blaðsíða 48
bankahrunsins með því að bandarískir ráðamenn hafi ýtt Íslend -
ingum út á kaldan klaka, vitandi vits.54 Wikileaks-gögnin styðja hins
vegar sjónarmið þeirra sem hafna slíkum „umsáturskenningum“.55
Getið í breskar eyður
Í skýrslu breska sendiráðsins um helstu atburði á Íslandi 2007, sem
send var utanríkisráðuneytinu í London í ársbyrjun 2008, segir um
íslensku bankana þrjá að þótt þeir hafi lent í vanda síðustu mánuði
hafi þeim vegnað vel og séu ekki í hættu vegna undirmálslánanna
svokölluðu, sem þá höfðu hleypt af stað efnahagskreppu í Banda -
ríkjunum. Á hinn bóginn eru tiltölulega löng skrif um væntingar
ársins 2008 faldar undir kolsvörtum fleti.56
Svo kom hrunið. Um hádegisbil mánudaginn 6. október sendi
breska sendiráðið í Reykjavík skeyti til utanríkisráðuneytisins í
London og fór yfir atburði helgarinnar eins og þeim hafði verið lýst
í fjölmiðlum. Hluta skeytisins hafði verið „ritstýrt“ (e. redacted)
áður en ég fékk það í hendur, vegna virkra öryggis- eða viðskipta-
hagsmuna.57 Í þeirri brotakenndu útgáfu er lítið markvert. Þó vekur
eitt athygli. Skýrsluhöfundur, nær örugglega Alp Mehmet sendi-
herra, minntist á þá opinberu áréttingu ríkisstjórnar Íslands að
„innstæður í innlendum viðskiptabönkum og sparisjóðum og útibú-
guðni th. jóhannesson46
54 Helstu dæmi um þá söguskoðun má sjá í Styrmir Gunnarsson, Umsátrið. Fall
Íslands og endurreisn (Reykjavík: veröld 2009), bls. 18 og 102−103; Hannes
Hólmsteinn Gissurarson, „The Rise, Fall and Rise of Iceland — Lessons for
Small Countries“, Understanding the Crash. The Financial Crash of 2008: Causes,
Consequences, Cures. Ritstj. Gerald Frost (Búdapest: Danube Institute 2014), bls.
64−81, hér bls. 68−75.
55 Helstu dæmi um þá sem hafna því að afstaða valdhafa í Bretlandi og
Bandaríkjunum (og víðar) hafi skipt sköpum um fall íslensku bankanna má sjá
t.d. í Aðdragandi og orsakir falls íslensku bankanna 2008 og tengdir atburðir I, bls.
31−47; Guðrún Johnsen, Bringing Down the Banking System. Lessons from Iceland
(Basingstoke: Palgrave Macmillan 2014), einkum bls. 195−198; Guðrún Johnsen
„Bankakerfið knésett“, Skírnir 188 (haust 2014), bls. 9−36, eink um bls. 34; Ulf
Nielsson og Bjarni k. Torfason, „Iceland‘s economic eruption and Meltdown“,
Scandinavian Economic History Review 60:1 (2012), bls. 3−30, einkum bls. 19−26.
56 „Iceland: Annual Review 2007“. Ársskýrsla breska sendiráðsins í Reykja vík, 2.
janúar 2008. FOIA (bresk skjöl, í vörslu höfundar í krafti breskra upplýsinga-
laga, Freedom of Information Act 2000).
57 FOIA. Sendiráðið í Reykjavík (ekki upplýst um móttakanda), 6. október 2008,
12:27.
Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 46