Saga - 2014, Page 51
að Whitting sendiherra og annað starfsfólk sendiráðsins hafi flutt
tíðindi af sjónvarpsviðtalinu til London koma frásagnir af því ekki
fyrir í stöðuskýrslum (e. sitrep), þar sem allra helstu viðburða að
mati sendiráðsins er þó getið.64 Þetta er athyglisvert en eins og ávallt
verður að fara varlega í að draga ályktanir af þögn heimilda, sér í
lagi þegar aðgangur er takmarkaður. Auðvitað voru orð seðlabanka-
stjóra fréttnæm en gagnvart breskum embættismönnum voru þau
kannski fyrst og fremst staðfesting á því hvað fólst í viðbrögðum
íslenskra stjórnvalda; neyðarlögin og tengdar aðgerðir snerust að
miklu leyti um að láta þá útlendinga sem eitthvað áttu inni hjá
bönkunum sigla sinn sjó. Þeir sem stóðu að gerð neyðarlaganna
höfðu sjálfir orð á því að andi þeirra væri: „Fuck the foreigners“.65
Á hinn bóginn er athyglisvert að frá sendiráðinu bárust óðara
þau skilaboð til London að Geir H. Haarde hefði „sprungið af reiði“
(e. exploded) þegar hann frétti af beitingu hryðjuverkalaganna svo-
nefndu miðvikudaginn 8. október. Sömuleiðis er sú ásökun höfð
eftir einhverjum ráðamanninum (nafn hans er hulið) að breskir
valdhafar bæru alla ábyrgð á falli kaupþings.66
einatt vekja skjölin samt fleiri spurningar en svör í þeirri mynd
sem nú blasir við. Skeyti sem er sent laust eftir miðnætti, að morgni
9. október, hefst á þeim orðum að síðustu 36 klukkustundir hafi
verið líkastar rússíbanareið og samstarf við fulltrúa breska fjármála-
ráðuneytisins hafi gengið vel. en síðan kemur ritstýrð eyða, á eftir
henni einföld frásögn af blaðamannafundi Geirs H. Haarde forsætis-
ráðherra og aftur eyða. Næst er upplýst að sendinefnd Alþjóða -
gjaldeyrissjóðsins sé í Reykjavík og Geir hafi staðfest að hann viti af
þeim kosti að leita lána (væntanlega í Bretlandi) en hafi ekki notfært
sér hann. og svo kemur enn ein svört eyða.67
Þrátt fyrir glompurnar fæst ein fyrri ályktun staðfest með lestri
skýrslunnar og annarra breskra skeyta: Í London stýrði fjármála-
ráðuneytið aðgerðum og ákvörðunum í þessari miklu milliríkja -
deilu, ekki utanríkisráðuneytið. Sendiherrann í Reykjavík átti í meiri
vitnisburður, aðgangur og mat heimilda 49
64 FOIA. Sendiráðið í Reykjavík (ekki upplýst um móttakanda), 9. október 2008,
01:11.
65 Bjarni Ólafsson og Magnús Halldórsson, „Neyðarlögin sett saman í flýti“,
Morgunblaðið 30. september 2009.
66 FOIA. Sendiráðið í Reykjavík (ekki upplýst um móttakanda), 13. október 2008,
01:12.
67 FOIA. Sendiráðið í Reykjavík (ekki upplýst um móttakanda), 9. október 2008,
01:11.
Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 49